Knattspyrnufélagið Valur
Knattspyrnufélagið Valur

Sölu- og markaðsstjóri

Knattspyrnufélagið Valur óskar eftir að ráða drífandi einstakling í stöðu sölu- og markaðsstjóra. Um er að ræða spennandi starf í lifandi umhverfi. Um 60-100% starfshlutfall er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á sölumálum og samningagerð
  • Gerð söluáætlana
  • Sala á auglýsingaplássum
  • Verðstýring og umsjón með tilboðs- og áætlanagerð
  • Framleiðsla á efni fyrir samfélagsmiðla

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði markaðsmála eða viðskiptafræði
  • Reynsla af sölu- og markaðsstörfum
  • Reynsla eða áhugi á störfum innan íþróttahreyfingarinnar
  • Góð skipulagshæfni er skilyrði
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Frumkvæði, metnaður og framsýni
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Um Val:

Valur er eitt sigursælasta íþróttafélag landsins og það sigursælasta þegar tekið er tillit til Íslands- og bikarmeistaratitla í meistaraflokki karla og kvenna í þremur vinsælustu íþróttagreinunum, handknattleik, körfuknattleik og knattspyrnu. Á undanförnum áratugum hefur félagið einbeitt sér að starfi í þessum þremur íþróttagreinum. Valur er félag með ríka hefð fyrir aga, sigurvilja, dugnaði og heilbrigði. Á Hlíðarenda vinna allir að sama markmiði, þ.e. að halda merki Vals hátt á lofti með einkunnarorðunum: Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði.

Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511-1225

Auglýsing birt3. september 2025
Umsóknarfrestur16. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlíðarendi
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MarkaðsmálPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sölumennska
Starfsgreinar
Starfsmerkingar