Nettó
Nettó
Nettó

Grafískur hönnuður

Vilt þú taka þátt í spennandi breytingum? Nettó leitar að grafískum hönnuði sem brennur fyrir markaðsmálum. Viðkomandi mun vinna þétt með markaðsstjóra að fjölbreyttum verkefnum en fyrirtækið stendur á spennandi tímamótum hvað varðar þróun á ásýnd og upplifun vörumerkisins. Vörumerkin sem um ræðir eru Nettó og Kjörbúðin.

Ef þú ert kraftmikil manneskja með frumkvæði, skoðanir á markaðsmálum og vilt starfa í lifandi og hröðu samkeppnisumhverfi þá hvetjum við þig til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun og framleiðsla markaðsefnis fyrir helstu miðla
  • Ásýnd og upplifun í verslunum 
  • Samskipti þvert á deildir ásamt utanaðkomandi samstarfsaðilum og framleiðslufyrirtækjum
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla á sviði grafískrar hönnunar  
  • Þekking og færni í hönnunarforritum á borð við Adobe Creative suite
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og skapandi hugsun
  • Brennandi áhugi á markaðsmálum
  • Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af verkefnastýringu og/eða textaskrifum
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur til starfsmanna
  • Afsláttarkjör í verslunum Samkaupa
  • Velferðarþjónusta Samkaupa
Auglýsing birt4. september 2025
Umsóknarfrestur20. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Hagasmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar