

Vilt þú helgarvinnu í umhverfi þar sem gæði og gleði fara saman?
Við hjá Polarn O. Pyret leitum að jákvæðum og áreiðanlegum einstaklingum sem hafa áhuga á þjónustu í helgarvinnu og afleysingar á virkum dögum. Unnið er aðra hvora helgi en æskilegt er að viðkomandi geti einnig unnið eitthvað virka daga. Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf og hlökkum til að fá réttan í teymið.
Um er að ræða starf í verslun okkar í Kringlunni. Starfið er fjölbreytt og felur í sér allar hliðar verslunarstarfa s.s. þjónustu við viðskiptavini, afgreiðslu netpantana, móttöku og framsetningu á vöru. Starfið hentar vel með skóla.
Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst.
Hæfniskröfur:
- Rík þjónustulund, dugnaður og jákvæðni
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Jákvætt og glaðlegt viðmót
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Æskilegt er að umsækjandi sé 23 ára eða eldri
POLARN O. PYRET er sænskt vörumerki sem er leiðandi í hönnun og framleiðslu á umhverfisvænum gæðafatnaði á börn á aldrinum 0-12 ára. Fyrirtækið var stofnað árið 1976 og hefur verslunin í Kringlunni verið þar frá opnun eða í tæp 40 ár. Merkið er þekkt fyrir gæði og eru vörur fyrirtækisins seldar í ótal verslunum víða um heim.












