
Slippfélagið ehf
Slippfélagið var stofnað í marsmánuði 1902 og er næst elsta starfandi hlutafélag landsins. Í upphafi einskorðaðist starfsemin við skipaviðgerðir og tengd verkefni en árið 1951 hóf félagið framleiðslu á málningu. Félagið selur flestar gerðir málningar s.s. húsamálningu og viðarvörn. Í umhverfismálum er stefna félagsins að sem flestar vörur þess séu umhverfisvænar og því eykst sífellt framboð þess á slíkum vörum. Vörur félagsins eru seldar hjá samstarfsaðilum þess allt í kringum landið.
Fyrirtækið var eitt fyrst íslenskra fyrirtækja til að setja sér sérstaka stefnu í umhverfismálum. Í daglegum rekstri er reynt eftir fremsta megni að uppfylla stefnu félagsins í umhverfismálum. Það er meðal annars gert með að skipta út hættulegum efnasamböndum og síðast en ekki síst með ráðgjöf til viðskiptavinar. Dæmi um það sem hefur áunnist á undanförnum árum er stóraukin notkun umhverfisvænna vatnsþynnanlegra málningarefna. Grænt bókhald er síðan notað sérstaklega til að meta hvernig til tekst hverju sinni.
Sölufulltrúi í hlutastarfi
Slippfélagið leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa í hlutastarf í verslun okkar Hafnarfirði. Vinnutími er 16-18 á virkum dögum og 10-14 annan hvern laugardag með möguleika á meiri vinnu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir sölustjóri Slippfélagsins, Hermann Albertsson ([email protected]).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn afgreiðsla og ráðgjöf
- Vöruframsetning og áfylling
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rík þjónustulund
- Lipurð í mannlegum samskiptum
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
- Frumkvæði
- Tölvukunnátta
- Reynsla af afgreiðslustörfum og/eða málningarvörum kostur
- Góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt1. september 2025
Umsóknarfrestur14. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Valkvætt
Staðsetning
Dalshraun 11, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaFrumkvæðiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Líf Kírópraktík leitar að móttökustarfsmanni
Líf Kírópraktík

Söluráðgjafi
Álfaborg ehf

Sölufulltrúi - Fullt starf
Heimilistæki ehf

Apótekarinn - Flakkari
Apótekarinn

Þjónusta í apóteki - Fjarðarkaup
Apótekarinn

Við leitum að starfsfólki í dagvinnu á virkum dögum
Nings

Metnaðarfullur SÖLU- og tæknifulltrúi
Boðtækni ehf

Viltu verða djúsari? (Hlutastarf Miðvikudagshádegi & Helgar)
Joe & the juice

Við leitum að liðsfélögum í BY•L
BY•L - skartgripir by lovisa

Vinna í vöruhúsi
GÓRILLA VÖRUHÚS

Sölustarf / hlutastarf
DÚKA

Ert þú samstarfsfélaginn sem við leitum að?
Hekla