
Skatturinn
Skatturinn fer með álagningu og innheimtu skatta, gjalda og tolla auk þess að sinna eftirliti með skattskilum og viðskiptum og flutningum yfir landamæri.
Hugbúnaðarsérfræðingar á Tæknisviði
Skatturinn er framsækin þjónustustofnun sem leggur grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlum við að jafnræði og virkri samkeppni og leggjum okkar af mörkum til að vernda samfélagið. Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.
Helstu verkefni og ábyrgð
Við leitum að lausnamiðuðum sérfræðingum á sviði hugbúnaðar með brennandi áhuga á rafrænum lausnum, gögnum og umbótaverkefnum.
Starfið felur í sér að:
- Greina þarfir og ferla og umbreyta þeim í skýrar kröfur fyrir þróunarteymi
- Stýra verkefnum og tryggja árangursríkan feril frá hugmynd til innleiðingar
- Taka virkan þátt í innleiðingu nýrra lausna og breytingum á núverandi kerfum
- Koma að þróun og rekstri hugbúnaðarlausna Skattsins með áherslu á öryggi, skilvirkni og góða notendaupplifun
Við erum að leita að einstaklingi sem nýtur þess að tengja saman fólk, ferla og tæknilausnir, sem sér heildarmyndina í verkefnum en heldur jafnframt vel utan um smáatriðin
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum er æskileg
- Þekking og/eða reynsla af stjórnun verkefna á sviði upplýsingatækni
- Hæfni til að greina ferla og umbreyta þörfum í skýrar kröfur
- Færni í að koma upplýsingum á framfæri á skýran og hnitmiðaðan hátt til ólíkra hópa
- Þekking á opinberri stjórnsýslu og/eða á tolla- og skattframkvæmd er kostur
- Góð samskipta og samstarfshæfni, ásamt jákvæðni, þjónustulund og lausnamiðaðri nálgun
- Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
- Hreint sakavottorð
Auglýsing birt26. september 2025
Umsóknarfrestur6. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Katrínartún 6
Starfstegund
Hæfni
GreiningarfærniHreint sakavottorðHugbúnaðarprófanirInnleiðing ferlaJákvæðniMannleg samskiptiNákvæmniOpinber stjórnsýslaSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinnaVerkefnastjórnun í upplýsingatækniÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Hugbúnaðarsérfræðingur
Landsbankinn

Aðstoðarmaður deildarstjóra á taugalækningadeild
Landspítali

Aðstoðarmaður deildarstjóra geðrofs- og samfélagsgeðteymis
Landspítali

IT Service Desk Agent
Air Atlanta Icelandic

Software Engineer — AI/Cloud
Nox Medical

Software Engineer — AI/Cloud (Fixed-term)
Nox Medical

Sviðsstjóri þróunar og umbóta
Matvælastofnun

Þjónustufulltrúi tölvuþjónustu við LHÍ
Listaháskóli Íslands

Verkefnastjóri
Kvika banki hf.

Forritari í þróunarteymi
dk hugbúnaður ehf.

Deildarstjóri upplýsingatæknideildar
Coripharma ehf.

Sérfræðingur í upplýsingatæknideild
Ósar hf.