
dk hugbúnaður ehf.
dk hefur selt einn vinsælasta viðskiptahugbúnað landsins í yfir aldarfjórðung, alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sem er þróað á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður.
Í dag eru notendur dk hugbúnaðar hérlendis um 11.000, úr flestum atvinnugreinum og fjölgar ört. Hýsingarþjónusta dk er ein sú stærsta á landinu í dag og eru yfir 31.000 fyrirtæki í hýsingu hjá dk hugbúnaði.
Hjá dk starfar samheldinn hópur fólks við þróun og þjónustu viðskiptalausna. Starfsfólk dk býr yfir miklum styrkleikum og um árabil hefur dk fengið viðurkenningar sem Framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo, Framúrskarandi fyrirtæki í rekstri Keldunnar og Viðskiptablaðsins ásamt því að fá viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar síðastliðin þrjú ár.
Leiðarljós dk er að vera skemmtilegur og lifandi vinnustaður þar sem metnaðarfullir einstaklingar fá að njóta sín og þróast í starfi. Nánari upplýsingar um dk má finna á www.dk.is.
dk er í eigu TSS (Total Specific Solutions), sem er með yfir 185 fyrirtæki í heiminum í dag í 32 löndum. Fyrirtæki í eigu TSS á Norðurlöndunum eru í dag 19 og þar af 2 á Íslandi.

Forritari í þróunarteymi
Þróunarteymi dk hugbúnaðar leitar að öflugum og metnaðarfullum forritara í hópinn. Starfið felst í þróun og viðhaldi á dk viðskiptahugbúnaði og tengdum kerfum.
dk er með starfsstöðvar í Kópavogi og á Akureyri.
dk er sjálfstæð eining en hluti af samstæðu TSS (Total Specific Solutions), sem rekur yfir 180 fyrirtæki í 26 löndum, sem býður upp á ýmsa möguleika í starfsþróun og þekkingaröflun.
Hlutverk og ábyrgð
- Þróun og viðhald á dk viðskiptahugbúnaði og tengdum kerfum sem skrifuð eru í Delphi
- Greining, hönnun og útfærsla á hugbúnaði
- Teymisvinna
Menntun og hæfniskröfur
- B.Sc í tölvunarfræði eða sambærileg menntun
- Reynsla af Delphi eða sambærilegum málum er kostur
- Góð reynsla af Git
- Frumkvæði, áreiðanleiki, sjálfstæði og drifkraftur
- Geta til að vinna í teymi og sjálfstætt
Frekari upplýsingar um starfið veitir Hróar Hugosson, Mannauðsstjóri, [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með 30. september.
Auglýsing birt18. september 2025
Umsóknarfrestur30. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
AgileJiraSCRUMSQL
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Deildarstjóri upplýsingatæknideildar
Coripharma ehf.

Sérfræðingur í upplýsingatæknideild
Ósar hf.

Atlassian ráðgjafi
Origo ehf.

Ertu næsti UT meistarinn okkar ?
Terra hf.

Sérfræðingur í vöruhúsi gagna og viðskiptagreind
Landsvirkjun

Power Platform Sérfræðingur
ST2

Senior Developer
Stock Analysis

Gagnaforritari hjá Orku náttúrunnar
Orka náttúrunnar

Manager Experience Engineering
Icelandair

Manager Decision Engineering
Icelandair

Sviðsstjóri þróunar og umbóta
Matvælastofnun

Back-end Software Engineer
Bókun / Tripadvisor