Landsvirkjun
Landsvirkjun
Landsvirkjun

Sérfræðingur í vöruhúsi gagna og viðskiptagreind

Hlutverk okkar hjá Landsvirkjun er að hámarka afrakstur þeirra endurnýjanlegu orkuauðlinda sem okkur er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Það gerum við meðal annars með því að byggja allar ákvarðanir á hlutlægum gögnum og upplýsingum. Við leitum að sérfræðingi til að taka þátt í því að þróa og efla gagnadrifna ákvarðanatöku innan fyrirtækisins.

Starfið heyrir undir deild upplýsingatækni og stafrænnar þróunar en sérfræðingurinn vinnur þvert á skipulagseiningar við að greina þarfir, sjálfvirknivæða gagnastrauma og tryggja áreiðanlega framsetningu gagna. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á gögnum, framsetningu þeirra og möguleikum viðskiptagreindar til að bæta þjónustu og rekstur fyrirtækisins.

Við hverju má búast?

Í boði eru krefjandi og fjölbreytt verkefni með metnaðarfullu og faglegu teymi:

  • rekstur vöruhúss gagna og viðskiptagreindar
  • þarfagreining gagnaöflunar fyrir skipulagseiningar, úrvinnsla og framsetning gagna
  • sjálfvirknivæðing gagnaferla til að tryggja skilvirkni og áreiðanleika
  • tæknileg forysta við þróun vöruhúss gagna og viðskiptagreindartólum
  • verkefnastjórn og utanumhald verkefna

Hefur þú eftirfarandi hæfni og reynslu sem nýtist í starfi?

  • háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum
  • mjög góð þekking á hugmyndafræði og aðferðum við uppbyggingu vöruhúss gagna og viðskiptagreindar
  • þekking á PowerBI og TimeXtender er kostur
  • þekking og reynsla af sjálfvirknivæðingu gagnaferla í skýjalausnum kostur en ekki skilyrði
  • brennandi áhugi á gögnum og notendavænni framsetningu þeirra
  • framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun

Hvernig vinnustaður er Landsvirkjun?

Landsvirkjun er ekki bara orkufyrirtæki – við erum tæknidrifinn vinnustaður í stöðugri þróun. Við vinnum að því að hámarka afköst með sjálfbærni að leiðarljósi og höfum metnað til að vera í fararbroddi stafrænnar umbreytingar.

Við leggjum ríka áherslu á þekkingu, jafnrétti og gott starfsumhverfi þar sem traust og samvinna eru í forgrunni. Þú vinnur með teymi sem leggur sig fram um að styðja við nýsköpun og þróun – og þar sem tækni er ekki hindrun, heldur tæki til að gera hlutina betur.

Hljómar þetta spennandi?

Sendu okkur umsókn með ferilskrá og kynningarbréfi þar sem þú segir frá reynslu þinni og hvað kveikir áhuga þinn á starfinu. Fyrirspurnir má senda á netfangið [email protected].

Auglýsing birt12. september 2025
Umsóknarfrestur29. september 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.Power BIPathCreated with Sketch.SjálfvirknivæðingPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar