
Intellecta
Um Intellecta:
Intellecta var stofnað árið 2000 og starfar á tveimur sviðum: ráðgjöf og ráðningum. Við vinnum með stjórnum og æðstu stjórnendum við að bæta rekstur og auka verðmæti fyrirtækja og stofnana. Ráðgjafar okkar hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu.
👉 Ráðningarsvið Intellecta vinnur með stjórnum og æðstu stjórnendum að ráðningum sérfræðinga og stjórnenda. Jafnframt sinna ráðgjafar okkar ráðgjöf til stjórnenda, atvinnuleitenda og starfslokaráðgjöf.
👉 Ráðgjafarsvið Intellecta sinnir verkefnum s.s. á sviði upplýsingatækni, stefnumótunar og stjórnunar auk þess sem kjarakönnun Intellecta hefur veitt stjórnum og stjórnendum góða innsýn inn í þróun launa á markaði.
Á næstunni flytjum við í nýtt og glæsilegt húsnæði að Höfðabakka 9, þar sem boðið verður upp á fyrsta flokks vinnuaðstöðu. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.intellecta.is.

Framendaforritari - React
Framendaforritari – React
Traust og öflugt fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða hæfileikaríkan og lausnamiðaðan framendaforritara. Um fullt starf er að ræða í lifandi umhverfi.
Starfssvið:
- Þróa og viðhalda nútímalegum og notendavænum veflausnum með React
- Vinna í þverfaglegu teymi að þróun stafrænna lausna
- Huga að notendaupplifun og hönnun við þróun vefviðmóta
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegra greina
- Reynsla af framendaþróun í React
- Þekking og reynsla af Tailwind CSS er kostur
- Góð tækniþekking og áhugi á að fylgjast með nýjungum í vefþróun
- Færni í að einfalda og leysa flókin verkefni
- Sjálfstæði og frumkvæði, ásamt því að leggja metnað í vönduð og skiljanleg kóðaskrif
- Þekking og reynsla af bakendaþróun í .NET er kostur
Umsóknarfrestur er til og með 17. september 2025, en unnið er úr umsóknum um leið og þær berast. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon ([email protected]) og Birna Dís Bergsdóttir ([email protected]) í síma 511 1225.
Auglýsing birt9. september 2025
Umsóknarfrestur17. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
.NETCSSFrumkvæðiMetnaðurReactSjálfstæð vinnubrögðTölvunarfræðingurVefforritun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Director of IT
Borealis Data Center

Manager Experience Engineering
Icelandair

Manager Decision Engineering
Icelandair

UI/UX Designer
CCP Games

Back-end Software Engineer
Bókun / Tripadvisor

Front-end Software Engineer
Bókun / Tripadvisor

AI Engineer Intern
CCP Games

Verkefnastjóri tæknilegra umbóta - Þróunar- og tölvudeild
Hafnarfjarðarbær

Software Specialist
Rapyd Europe hf.

Join our Startup as Lead Developer
Sundra ehf.

FullStack Developer (.NET)
Meniga

Automation Engineer
CCP Games