Landsvirkjun
Landsvirkjun
Landsvirkjun

Verkefnisstjóri öryggis og heilsu

Við leitum að framsýnum verkefnisstjóra til að taka þátt í og leiða öfluga heilsu- og öryggismenningu í rekstri okkar á Þjórsársvæði.
Verkefnisstjóri öryggis og heilsu vinnur þétt með starfsfólki svæðisins, öryggisstjórum og öðrum ábyrgðaraðilum í fyrirtækinu. Viðkomandi hefur yfirsýn yfir stöðu öryggismála á Þjórsársvæði, miðlar upplýsingum til hlutaðeigandi og hefur eftirlit með að innri og ytri kröfum varðandi málaflokkinn sé framfylgt.

Starfið tilheyrir sviði vatnsafls og starfsstöð er í Búrfelli.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirfylgni með öryggismálum og úrvinnslu atvika og ábendinga. 
  • Umsjón með útgáfu verkleyfa og gerð áhættumats starfsfólks og verktaka.
  • Umsjón með neyðar- og viðbragðsáætlunum Þjórsársvæðis. 
  • Samskipti og samstarfi við ytri hagsmuna- og eftirlitsaðila er varðar málaflokkinn.
  • Leiðir og skipuleggur þjálfun starfsfólks og verktaka varðandi öryggismál. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskóla- eða iðnmenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla af sambærilegum störfum.
  • Reynsla af verkefnisstjórnun og teymisvinnu.
  • Hæfni til að tjá sig og miðla þekkingu.
  • Afburða samskiptafærni og jákvætt viðmót.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf sem rökstyður hæfni umsækjanda í starfið.

Auglýsing birt11. september 2025
Umsóknarfrestur21. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Búrfellsvirkjun 166701, 801 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar