Verksýn
Verksýn

Aðstoðarmaður ráðgjafa viðhalds og mannvirkja

Verksýn óskar eftir að ráða öflugan og skipulagðan einstakling í stöðu aðstoðarmanns ráðgjafa í viðhalds- og endurbótaverkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Aðstoð við gerð ástandsgreininga
  • Gerð útboðs- og verklýsinga
  • Almenn aðstoð við ráðgjafa og hönnuði
  • Skrifstofustörf, innkaup og ýmis viðvik
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, iðnmenntun kostur en starfið gæti einnig hentað þeim sem eru í háskólanámi
  • Reynsla af störfum innan byggingageirans er kostur en ekki skilyrði
  • Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð
  • Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Um Verksýn:

Verksýn var stofnað árið 2006 og hefur síðan þá sérhæft sig í ráðgjöf vegna viðhalds og endurbóta á mannvirkjum. Fyrirtækið hefur einnig sinnt fjölbreyttum verkefnum sem snúa að eftirliti og annarri ráðgjöf í tengslum við nýframkvæmdir ásamt almennri framkvæmdaráðgjöf. Markmið Verksýnar er að mæta þörfum viðskiptavina sinna á sem besta mögulegan hátt, stuðla að auknum gæðum húsnæðis á Íslandi og safna og miðla af þekkingu á viðhaldi og endurbótum fasteigna.

Verksýn er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem starfar þéttur hópur reynslumikilla sérfræðinga í góðu vinnuumhverfi.

Umsóknarfrestur er til og með 29. september 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) og Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]) í síma 511-1225.

Auglýsing birt11. september 2025
Umsóknarfrestur29. september 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Síðumúli 1, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar