
Teya Iceland
Teya er fjártæknifyrirtæki, stofnað í Bretlandi árið 2019, með það meginmarkmið að skapa greiðslu- og hugbúnaðarlausnir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Markmið Teya er að hjálpa fyrirtækjum að sjálfvirknivæða og einfalda reksturinn.
Hingað til hafa lítil og meðalstór fyrirtæki ekki verið í forgangi þegar kemur að þróun og innleiðingu lausna á sviði fjármála- og tækniþjónustu. Flókin verð, falin gjöld, bindandi samningar og fjöldi mismunandi þjónustuaðila gerir daglegan rekstur fyrirtækja flókinn. Við erum hér til að breyta því!
Við erum árangursdrifin og leggjum áherslu á viðhorf frekar en reynslu. Okkar helsta áhersla er að skapa lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að vaxa og dafna.
Teya hefur lagt áherslu á að fjárfesta í íslensku hugviti, eins og SalesCloud, Dineout og Noona.

Sérfræðingur hjá Teya
Við leitum að drífandi aðila til að sinna fjölbreyttum verkefnum er tengjast störfum innri endurskoðunar og áhættustýringar fjármálafyrirtækisins Teya.
Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefnin tengjast störfum innri endurskoðunar og áhættustýringar Teya og felast m.a. í:
- Aðstoð við samhæfingu
- Undirbúningi úttekta og eftirfylgni
- Boðun og undirbúningi funda
- Skjölun og reglulegri uppfærslu upplýsinga til að tryggja yfirsýn og utanumhald
Starfið krefst hæfni til að halda yfirsýn, getu til að forgangsraða og krafts til að bregðast hratt við og ganga í þau verkefni sem þarf hverju sinni.
Við leitum að jákvæðum einstaklingi sem viðhefur nákvæm og öguð vinnubrögð og hefur auga fyrir umbótatækifærum. Í starfinu felast mikil samskipti við samstarfsfólk og þriðju aðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi skipulagsfærni og frumkvæði í störfum
- Lipurð í samskiptum, við innlenda sem erlenda aðila á ensku
- Traust og trúnaður í samskiptum og við meðferð upplýsinga
- Seigla, þolgæði og geta til að halda ró og yfirvegun þegar mikið liggur við
- Fáguð framkoma og þjónustulund
- Gróskuhugarfar og vilji til að bæta verklag, vinnubrögð og vinnustaðinn
- Mjög góð tæknikunnátta og hæfni til að velja og nýta tæknilausnir á markvissan hátt
- Mjög góð íslensku og ensku kunnátta, bæði rituð og töluð
- Nám sem nýtist í starfi
- Farsæl reynsla af sambærilegu starfi er kostur, t.d. hjá fjármálafyrirtæki eða endurskoðenda.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið.
Starfið hentar öllum kynjum og áhugasöm eru hvött til að sækja um.
Fríðindi í starfi
- Gjaldfrjálst aðgengi að léttu fæði á vinnutíma
- Niðurgreiddur hádegismatur í mötuneyti
- Árlegt heilsufarsviðtal
- Heilsustyrkur og aðrir styrkir í gegnum SSF stéttarfélag
- Tækifæri til að þróast í starfi alþjóðlega
- Frábær starfsandi og virkt starfsmannafélag
Auglýsing birt11. september 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Operations Manager
BusTravel Iceland ehf.

Aðstoðarmaður ráðgjafa viðhalds og mannvirkja
Verksýn

Fulltrúi í viðskiptaþjónustu innanlands
Eimskip

Við leitum að drífandi sérfræðingi til að aðstoða við verkefni fastanefnda
Skrifstofa Alþingis

Verkstæðismóttaka
KvikkFix

Læknamóttökuritari ca 50% staða
Útlitslækning

Office Assistant
Alda

Sölu- og þjónustufulltrúi í verslun Símans í Smáralind
Síminn

Brennur þú fyrir þjónustu?
Dekkjasalan

Sérfræðingur í fasteignaskráningu
Umhverfis- og skipulagssvið

Verkefnastjóri á hjúkrunardeild - Nesvellir
Hrafnista

Hópstjóri - þjónustuver
Byko