Teya Iceland
Teya Iceland
Teya Iceland

Sérfræðingur hjá Teya

Við leitum að drífandi aðila til að sinna fjölbreyttum verkefnum er tengjast störfum innri endurskoðunar og áhættustýringar fjármálafyrirtækisins Teya.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnin tengjast störfum innri endurskoðunar og áhættustýringar Teya og felast m.a. í:

  • Aðstoð við samhæfingu
  • Undirbúningi úttekta og eftirfylgni
  • Boðun og undirbúningi funda
  • Skjölun og reglulegri uppfærslu upplýsinga til að tryggja yfirsýn og utanumhald

Starfið krefst hæfni til að halda yfirsýn, getu til að forgangsraða og krafts til að bregðast hratt við og ganga í þau verkefni sem þarf hverju sinni.

Við leitum að jákvæðum einstaklingi sem viðhefur nákvæm og öguð vinnubrögð og hefur auga fyrir umbótatækifærum. Í starfinu felast mikil samskipti við samstarfsfólk og þriðju aðila.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi skipulagsfærni og frumkvæði í störfum
  • Lipurð í samskiptum, við innlenda sem erlenda aðila á ensku
  • Traust og trúnaður í samskiptum og við meðferð upplýsinga
  • Seigla, þolgæði og geta til að halda ró og yfirvegun þegar mikið liggur við
  • Fáguð framkoma og þjónustulund
  • Gróskuhugarfar og vilji til að bæta verklag, vinnubrögð og vinnustaðinn
  • Mjög góð tæknikunnátta og hæfni til að velja og nýta tæknilausnir á markvissan hátt
  • Mjög góð íslensku og ensku kunnátta, bæði rituð og töluð
  • Nám sem nýtist í starfi
  • Farsæl reynsla af sambærilegu starfi er kostur, t.d. hjá fjármálafyrirtæki eða endurskoðenda.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið.

Starfið hentar öllum kynjum og áhugasöm eru hvött til að sækja um.

Fríðindi í starfi
  • Gjaldfrjálst aðgengi að léttu fæði á vinnutíma
  • Niðurgreiddur hádegismatur í mötuneyti
  • Árlegt heilsufarsviðtal
  • Heilsustyrkur og aðrir styrkir í gegnum SSF stéttarfélag
  • Tækifæri til að þróast í starfi alþjóðlega
  • Frábær starfsandi og virkt starfsmannafélag
Auglýsing birt11. september 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar