Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar

Gagnaforritari hjá Orku náttúrunnar

Orka náttúrunnar leitar að metnaðarfullum gagnasérfræðingi

Við leitum að metnaðarfullum og drífandi sérfræðingi í gögnum til að starfa í gagnaumhverfi Orku náttúrunnar við að skapa sem mest virði úr gögnum til hagsbóta fyrir virkjanir, orkumiðlun, sölu og þjónustu og aðrar einingar innan ON.

Gögn skipta lykilhlutverki í starfsemi ON og í hlutverki gagnasérfræðings munt þú verða sérfræðingur í gögnum virkjana og orkumiðlunar, taka þátt uppbyggingu og innleiðingu Databricks skýjalausnar, skipuleggja uppbyggingu gagna og og þróun og framsetningu gagnalíkana.

Við leitum að einstaklingi sem sýnir frumkvæði og er tilbúinn til að taka þátt í teymisvinnu til þess að ná framúrskarandi árangri með því að hámarka nýtingu gagna.

Þú munt vinna náið með öflugu stafrænu teymi með það að markmiði að skapa frábært umhverfi til að nýta gögn sem virka í alvörunni til að tryggja öruggari og hagkvæmari rekstur.

Ef þú hefur áhuga á gagnavinnslu, býrð yfir metnaði til þess að ná árangri og ástríðu fyrir virðissköpun í þágu samfélagsins þá hvetjum við þig til þess að sækja um starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð

Í hlutverki gagnasérfræðings felst m.a.:

  • Þróun og viðhald gagna í vöruhúsi (Databricks), ETL gagnaflæði, gagnaskil og gagnaprófanir
  • Þróun á viðskiptagreindarumhverfi og undirliggjandi gagnaferlum fyrir Orku náttúrunnar
  • Þróun á ferlum vegna afhendingar gagna til sérfræðinga í viðskiptagreiningu og líkanagerðar
  • Útfærsla, þróun og viðhald á gagnalíkönum
  • Samskipti við hagaðila, greining á gagnakröfum og tækifærum í hagnýtingu á gögnum
  • Stýring og stuðningur í verkefnum tengdum hagnýtingu gagna
Menntunar- og hæfniskröfur

Við leitum að einstaklingi sem býr yfir:

  • Þekkingu og reynslu af notkun á tóla, tækja og aðferða við þróun gagnainnviða s.s. SQL server, Databricks og Azure gagnainnviðum
  • Góðri þekkingu á gagnagrunnum og uppbyggingu vöruhúss gagna
  • Góðri samskiptafærni og hæfni til að miðla þekkingu
  • Menntun og/eða reynslu sem nýtist í starfinu

Þekking á Python eða öðrum forritunarmálum er ótvíræður kostur og sömuleiðis gott auga fyrir notendavænni og listrænni framsetningu gagna.

Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá og kynningabréf þar sem umsækjendur gera grein fyrir hæfni sinni í starfið með vísan í hæfniskröfur.

Auglýsing birt12. september 2025
Umsóknarfrestur23. september 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.Hönnun gagnagrunnaPathCreated with Sketch.PythonPathCreated with Sketch.SQL
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar