Urriðaholtsskóli
Urriðaholtsskóli
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli óskar eftir ÍSAT-kennara á grunnskólastig

Urriðaholtsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ fyrir börn á aldrinum 1-16 ára. Auglýst er eftir sérkennara í stoðþjónustuteymi skólans til að kenna nemendum með íslensku sem annað tungumál. Verið er að innleiða kennsluaðferðirnar Stýrð kennsla og fimiþjálfun.

Teymisvinna er einkennandi fyrir starfshætti skólans bæði á meðal nemenda og starfsmanna, svo og milli skólastiga. Gildi skólans eru: Virðing, ábyrgð og umhverfi. Starfsumhverfi er gott og lögð áhersla á að vinna eftir gagnreyndum aðferðum. Skólaárið 2025-26 verða rúmlega 600 nemendur við skólann, þar af rúmlega tæplega 500 nemendur í 1.-10. bekk.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun barna samkvæmt aðalnámskrá
  • Kennsla og skipulagning á námi nemenda með íslensku sem annað tungumál
  • Teymisvinna vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál
  • Vinnur að gerð einstaklingsnámskrár, áætlanagerð og mati á námi barna með annað tunglumál í samvinnu við kennara og stoðþjónustu skólans
  • Ráðgjöf til kennara og foreldra varðandi nám, kennslu og leiðir
  • Aðlögun námsefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði grunnskóla
  • Faglegur metnaður, frumkvæði í starfi og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Reynsla af ÍSAT kennslu æskileg
  • Reynsla af DI og fimiþjálfun og / eða hagnýtri atferlisgreiningu æskileg
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Reynsla af teymiskennslu æskileg
  • Vera tilbúinn að fylgja stefnu skólans, að vinna með öðrum og um leið búa yfir frumkvæði og getu til að vinna sjálfstætt
Hlunnindi
  • Heilsuræktarstyrkur fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
  • Bókasafnskort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Menningarkort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Sundlaugarkort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Starfsfólk í skólum Garðabæjar hefur möguleika á að sækja um styrki í Þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla bæjarins.
Auglýsing birt22. september 2025
Umsóknarfrestur6. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar