

Umsjónarkennari á miðstigi
Dalskóli auglýsir eftir umsjónarkennara á miðstigi. Spennandi starf í nýlegum skóla þar sem lögð er áhersla á lifandi, skemmtilegt og skapandi skólastarf.
Dalskóli er samrekinn grunnskóli ásamt frístundaheimilinu Úlfabyggð. Í skólanum eru um 500 börn á grunnskólaaldri.
Skólinn er staðsettur í Úlfarsárdal og hóf starfsemi haustið 2010. Í Dalskóla er lögð áhersla á sveigjanlega starfshætti og samvinnu.
Í skólanum ríkir viðhorf virðingar fyrir einstaklingnum og sérkennum hans. Lögð er áhersla á lifandi, skemmtilegt og skapandi skólastarf.
Skólinn starfar eftir hugmyndafræðinni um jákvæðan aga og er Dalskóli þróunarskóli í leiðsagnarnámi.
Krafa er gerð um kennsluréttindi, góða íslenskukunnáttu, mjög góða samskiptafærni og hæfni í teymisvinnu.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
- Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
- Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
- Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í þróunarverkefnum innan skólans.
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
- Menntun og hæfni til almennrar kennslu með fjölbreyttar þarfir nemendahóps.
- Reynsla og áhugi á að starfa með ungu fólki.
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
- Faglegur metnaður.
- Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
- Góð íslenskukunnátta.
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
- Menningarkort- bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- Heilsuræktarstyrkur












