

Árskógarskóli auglýsir stöðu deildarstjóra
Árskógarskóli auglýsir stöðu deildarstjóra lausa til umsóknar frá og með 1. nóvember 2025. Um er að ræða 100% starf. Deildarstjóri er hluti af stjórnunarteymi skólans og starfið heyrir undir skólastjóra.
· Faglegt starf og forysta.
· Starfar í samræmi við stefnur og áherslur skólans.
· Næsti yfirmaður starfsmanna á leik- og grunnskólastigi.
· Daglegur rekstur ásamt skólastjóra.
· Ýmis verkefni tengd starfsmannahaldi.
· Kemur að skipulagningu á sérfræðiþjónustu.
· Kennsluskylda í samráði við skólastjóra.
· Samskipti við nemendur og foreldra.
· Ýmis samskipti, samstarf og þátttaka í vinnuhópum.
· Stjórnar deildar-, kennara- og starfsmannafundum
· Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari.
· Stjórnunarnám og/eða reynsla af skólastjórnun.
· Áhugi á skólaþróun, nýjum og fjölbreyttum áherslum í skólastarfi.
· Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur.
· Leiðtogahæfileikar.
· Hæfni í mannlegum samskiptum og nær vel til barna.
· Hreint sakavottorð.












