Brekkubæjarskóli
Brekkubæjarskóli

Stuðningsfulltrúi í Brekkubæjarskóla

Brekkubæjarskóli er annar tveggja heildstæðra grunnskóla á Akranesi. Nemendur skólans eru um 470 talsins, en starfsmenn um 100.

Brekkubæjarskóli auglýsir lausa til umsóknar stöðu stuðningsfulltrúa á yngsta stigi. Um er að ræða 70% afleysingarstöðu í 4 vikur með möguleika á framlengingu.

Stuðningsfulltrúar í Brekkubæjarskóla vinna í bekkjarteymum með kennurum og fagaðilum, sem skipuleggja stuðning og þjónustu við nemendur. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Verkefni eru meðal annars:

  • Aðstoða nemendur við daglegar athafnir og þátttöku í skólastarfi.
  • Aðstoða nemendur við að ná settum viðmiðum samkvæmt skólanámskrá/ einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa og/eða skólastjórnendur.
  • Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum í skólastarfinu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og áhugi af starfi með börnum og unglingum.
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Stundvísi og samviskusemi.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Óbilandi trú á réttindum barna og ungmenna og áhugi á að starfa með þeim.
Auglýsing birt23. september 2025
Umsóknarfrestur30. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Vesturgata 120, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar