Urriðaholtsskóli
Urriðaholtsskóli
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir skrifstofustjóra

Staða skrifstofustjóra í Urriðaholtsskóla er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% starf. Skrifstofustjóri hefur yfirumsjón með skrifstofu skólans og kemur að margvíslegum verkefnum í samstarfi við skólastjórnendur. Hann sér um upplýsingamiðlun til heimila og starfsfólks, ýmsar skráningar og skýrslugerð.

Urriðaholtsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli með rúmlega 600 nemendur frá eins árs og upp í 10. bekk og þar starfa yfir 150 einstaklingar með það að markmiði að mæta nemendum miðað við þarfir, aldur og þroska. Vel er búið að nemendum og starfsfólki og er öll aðstaða í skólanum til fyrirmyndar. Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Teymiskennsla er einkennandi fyrir starfshætti skólans bæði á meðal nemenda og starfsfólks, svo og milli skólastiga og lögð áhersla á að vinna eftir gagnreyndum aðferðum. Gildi skólans eru: Virðing, ábyrgð og umhverfi. Þjónusta við nemendur með sérþarfir er öflug. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.urridaholtsskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með daglegu starfi á skrifstofu skólans
  • Aðstoð við nemendur, forsjáraðila og starfsfólk
  • Stýrir upplýsingaflæði innan skólans og til forsjáraðila
  • Annast skjalavörslu, skipulag gagna og ýmsar skráningar
  • Aðstoðar við bókhald, rekstur og skýrslugerð
  • Sinnir öðrum verkum sem skólastjóri felur viðkomandi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf á sviði viðskipta og rekstrar
  • Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfileikar og þjónustulund
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
  • Fjölbreytt reynsla af skrifstofustörfum er æskileg
  • Mjög góð tölvufærni og þekking á helstu forritum
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum ásamt metnaði í starfi
  • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði
  • Lausnamiðuð viðhorf til krefjandi verkefna
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
  • Bókasafnskort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Menningarkort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Sundlaugarkort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
Auglýsing birt22. september 2025
Umsóknarfrestur6. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Vinastræti 1-3
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar