

Hjúkrunarfræðingur á öldrunarlækningadeild K1 á Landakoti - tímabundin afleysing
Við á öldrunarlækningadeild K1 á Landakoti leitum eftir kraftmiklum hjúkrunarfræðingi. Hér er um spennandi tækifæri að ræða þar sem áhersla er á endurhæfingu og að auka lífsgæði einstaklinga eftir bráð veikindi.
Deildin rúmar 16-18 sjúklinga til endurhæfingar og ríkir góður starfsandi og mikil samheldni innan hópsins. Deildin var endurnýjuð 2020 og vinnuaðstæður góðar og deildin vel búin tækjum. Landkot er staðsett í rólegu og rótgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík, andinn í húsinu er einstakur og nálægð við mannlíf miðborgarinnar er kostur eftir góða vinnudaga. Landakot er inngildandi vinnustaður, þar sem fjölbreytileiki íslensks samfélags fær að njóta sín og mannvirðing er höfð að leiðarljósi.
Sveigjanleiki er í boði varðandi vinnutíma þar sem áhersla er lögð á góð samskipti við samstarfsfólk, skjólstæðinga og aðstandendur.
Starfið er laust frá 1.nóv eða samkvæmt nánara samkomulagi og er tímabundið til eins árs vegna afleysingar í fæðingarorlofi. Starfið er 100% eða samkvæmt nánara samkomulagi.






























































