

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á öldrunarlækningadeild K1
Langar þig að takast á við nýjar áskoranir og máta þig við stjórnunarstörf á deild þar sem þú getur haft áhrif og fengið tækifæri til að leyfa þínum faglegu hugmyndum að blómstra? Þá gæti þetta verið draumastarfið þitt!
Við á öldrunarlækningadeild K1 á Landakoti leitum eftir kraftmiklum hjúkrunarfræðingi í starf aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar. Hér er um spennandi tækifæri að ræða fyrir hjúkrunarfræðing þar sem áhersla er á endurhæfingu og að auka lífsgæði einstaklinga eftir bráð veikindi.
Deildin rúmar 16-18 sjúklinga til endurhæfingar og ríkir góður starfsandi og mikil samheldni innan hópsins. Deildin var endurnýjuð 2020 og vinnuaðstæður góðar og deildin vel búin tækjum. Landkot er staðsett í rólegu og rótgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík, andinn í húsinu er einstakur og nálægð við mannlíf Miðborgarinnar er kostur eftir góða vinnudaga. Landakot er inngildandi vinnustaður, þar sem fjölbreytileiki íslensks samfélags fær að njóta sín og mannvirðing er höfð að leiðarljósi.
Sveigjanleiki er í boði varðandi vinnutíma þar sem áhersla er lögð á góð samskipti við samstarfsfólk, skjólstæðinga og aðstandendur.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust strax eða samkvæmt nánara samkomulagi.






























































