

Hjúkrunarfræðingur í bráða- og ráðgjafarþjónustu geðsviðs
Spennandi starf í bráða- og ráðgjafarþjónustu geðþjónustu við Hringbraut (áður bráðamóttaka geðsviðs) er laust til umsóknar. Við leitum eftir hjúkrunarfræðingi með einlægan áhuga á að sinna fólki með geðrænan vanda. Starfið felur í sér mikil samskipti, sjálfsstæði og fjölbreytni. Hjá okkur ríkir góður starfsandi og starfsemin einkennist af öflugri þverfaglegri teymisvinnu. Á deildinni eru ótalmörg tækifæri til að vaxa í starfi og dýpka þekkingu sína og færni sem hjúkrunarfræðingur. Markviss aðlögun og stuðningur í upphafi starfs.
Starfsemi bráða- og ráðgjafarþjónustu er fjórþætt:
- Bráðamóttaka sjúklinga sem eiga við bráð geðræn veikindi að stríða
- Skammtíma eftirfylgd eftir komu í bráðaþjónustu
- Ráðgjafaþjónusta fyrir bráðamóttöku í Fossvogi
- Ráðgjafaþjónusta fyrir vefrænar deildir Landspítala
Starfshlutfall er 80-100% og er að mestu um dagvinnu að ræða, helgarvakt u.þ.b. sjöttu hverja helgi og vakt frá kl. 12-20 tvisvar í mánuði. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.






























































