
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Kjörorð Fjarðabyggðar er: Þú ert á góðum stað.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Starfsmaður í búsetuþjónustu og skammtímardvöl
Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar leitar eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingum til starfa í búsetuþjónustu fatlað fólks í Fjarðabyggð og skammtímadvöl fyrir fötluð börn. Verkefnin eru að veita einstaklingum þjónustu við athafnir dagslegs lífs og veita þeim stuðning við að vera virkur þátttakandi í samfélaginu.
Unnið er eftir hugmyndafræðinni um Þjónandi leiðsögn með áherslu á að einstaklingum líði vel í þægilegu og öruggu umhverfi heimilisins.
Um er að ræða 100% framtíðarstarf á Reyðafirði í vaktavinnu og þarf viðkomandi að geta unnið morgun-, kvöld-, helgar- og næturvaktir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita einstaklingum stuðning við athafnir daglegs lífs.
- Fylgja eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum.
- Starfa samkvæmt hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf.
- Virkja einstakling til þátttöku í samfélaginu.
- Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd.
- Almenn heimilisstörf.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Viðkomandi þarf að vera orðin 18 ára.
- Hreint sakavottorð.
- Áhugi á málefnum fatlaðs fólks.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Framtakssemi, sjálfstæði og samviskusemi.
- Mikilvægt er að starfsmenn tali og skilji íslensku.
Auglýsing birt25. september 2025
Umsóknarfrestur9. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Aðstoðarkona óskast til starfa
Heiða slf

Hjúkrunarfræðingur á göngudeild/ dagdeild gigtar
Landspítali

Aðstoðarmaður tannlæknis.
Domus Dentis

Hjúkrunarfræðingur á bráðalegudeild lyndisraskana
Landspítali

Aðstoðarkona óskast í fjölbreytt starf
NPA miðstöðin - Ísafjörður

Hjúkrunarfræðingur í bráða- og ráðgjafarþjónustu geðsviðs
Landspítali

Óska eftir NPA aðstoðarfólki
NPA miðstöðin

Starfsmaður í heimaþjónustu
Fjarðabyggð

Óska eftir aðstoðarkonu sem getur hafið störf strax
NPA miðstöðin

Umsókn um launaða starfsþjálfun sjúkraliðanema skv. námskrá vorönn 2026
Landspítali

Þroskaþjálfi eða háskólamenntaður sérfræðingur á heimili fatlaðs fólks - Berjahlíð
Hafnarfjarðarbær

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa
Læknastöðin Orkuhúsinu