
Sóltún hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.

Sóltún - aðstoðardeildarstjóri
Sóltún hjúkrunarheimili leitar eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðing í stöðu aðstoðardeildarstjóra til að styrkja sitt faglega teymi.
Starfið felur í sér ábyrgð á stjórnun hjúkrunar ásamt ábyrgð á þjónustugæðum og öryggi á deild.
Um 100% starf er að ræða í dagvinnu. Staðan er tímabundin til október 2026 en með möguleika á framlengingu.
Sóltún hefur á að skipa öflugum hóp starfsfólks sem hefur mikinn metnað fyrir lífsgæðum og vellíðan íbúanna. Framundan eru spennandi tímar í uppbyggingu og frekari þróunar á starfseminni.
Boðið er upp á íþróttastyrk, samgöngustyrk og niðurgreiddan hádegismat.
Sóltún hjúkrunarheimili er rekið af sömu aðilum og Sólvangur hjúkrunarheimili, Sóltún Heima og Sóltún Heilsusetur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiðir og skipuleggur hjúkrun á deild í samráði við deildarstjóra
- Ber meginábyrgð á klínískum viðfangsefnum og þjónustu við íbúa í samræmi við kröfur um þjónustu á hjúkrunarheimilum
- Tryggir gæði og samfellu í þjónustunni í samstarfi við deildarstjóra
- Tekur þátt í fræðslu og kennslu fyrir nýtt starfsfólk og nemendur
- Ber ásamt deildarstjóra ábyrgð á móttöku nýrra íbúa
- Tekur þátt í teymisvinnu og RAI mati
- Er staðgengill deildarstjóra í fjarveru hans
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Góð klínísk færni og fagleg vinnubrögð
- Hjúkrunarreynsla í öldrunarþjónustu kostur
- Reynsla af notkun RAI mælitækisins er kostur
- Góð færni í verkefnastjórnun og teymisvinnu
- Sjálfstæði, frumkvæði og faglegur metnaður
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
- Íþróttastyrkur
- Samgöngustyrkur
- Niðurgreiddur hádegismatur
Auglýsing birt24. september 2025
Umsóknarfrestur8. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Sóltún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Hjúkrunarfræðingur á göngudeild/ dagdeild gigtar
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á öldrunarlækningadeild K1 á Landakoti - tímabundin afleysing
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á bráðalegudeild lyndisraskana
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur í bráða- og ráðgjafarþjónustu geðsviðs
Landspítali

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á öldrunarlækningadeild K1
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur óskast á húðmeðferðarstofu
HÚÐIN Skin Clinic

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á endurhæfingardeild Grensás
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa
Læknastöðin Orkuhúsinu

Viltu vera hluti af frábæru teymi? Öflugur málastjóri óskast í geðrofs- og samfélagsgeðteymi
Landspítali

Viðskiptastjóri
Alvogen ehf.

Aðstoðardeildarstjóri - Dauðhreinsun
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur - heilbrigðisþjónusta fangelsinu Hólmsheiði
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins