Ístak hf
Ístak hf
Ístak hf

Verkefnastjóri áætlunargerðar

Ístak leitar að öflugum og metnaðarfullum verkefnastjóra áætlunargerðar sem hefur brennandi áhuga á skipulagi, framkvæmdum og nýsköpun í áætlanagerð. Starfið felur í sér að tryggja að verkáætlanir félagsins séu vandaðar, faglegar og endurspegli markmið og kröfur verkefna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoð við gerð og rýni verkáætlana á tilboðs- og framkvæmdastigi.
  • Rýna verkgögn og greina áhættur á mismunandi stigum verkefna.
  • Sjá til þess að verkáætlanir séu yfirfarnar og uppfærðar reglulega.
  • Halda heildaryfirsýn yfir verkáætlanir félagsins, þar á meðal tilboðsverkefni.
  • Taka þátt í þróun verkefna og innleiðingu nýrra lausna og tækni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • M.Sc. í verkfræði eða sambærileg menntun skilyrði.
  • Reynsla af áætlanagerð skilyrði.
  • Reynsla af verklegum framkvæmdum skilyrði.
  • Nákvæmni í vinnubrögðum og faglegt viðmót.
  • Leiðtogahæfni, frumkvæði og sterk samskiptafærni.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, þriðja tungumál kostur.
Auglýsing birt25. september 2025
Umsóknarfrestur12. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Bugðufljót 19, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar