ÍSOR
ÍSOR

Ert þú næsti sérfræðingurinn okkar í jarðvísindum?

Við hjá ÍSOR leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingum til að taka þátt í spennandi verkefnum á sviði jarðvísinda og sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda með áherslu á virðisskapandi lausnir. Við leggjum jafnframt áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, framþróun og árangursmiðaða liðsheild.

Helstu verkefni:

  • Jarðvísindalegar rannsóknir og ráðgjöf.
  • Fagleg úrvinnsla gagna og skýrsluskrif.
  • Ýmsar mælingar og rannsóknir úti í mörkinni innanlands og utan.
  • Samvinna og ráðgjöf við viðskiptavini og samstarfsaðila.
  • Þátttaka í faglegum rannsóknarverkefnum, þróun aðferða og tækja.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í jarðvísindum eða skyldum fögum (jarðfræði, jarðeðlisfræði, jarðefnafræði, verkfræði o.s.frv.) sem nýtist í starfi.
  • Mjög góð almenn tölvukunnátta.
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
  • Frumkvæði, metnaður til árangurs og öguð vinnubrögð.
  • Mjög góð samskiptahæfni og sveigjanleiki í starfi.

Við bjóðum:

  • Tækifæri til að vinna í fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum á sviði orku- og umhverfismála.
  • Nútímalega vinnuaðstöðu.
  • Sveigjanlegan vinnutíma.

Um er að ræða 3-4 störf á skrifstofu okkar í Kópavogi eða á Akureyri í 100% starfshlutfalli til eins árs með möguleika á framlengingu eftir stöðu verkefnasamninga. Verkefnin geta falið í sér vinnu á landsbyggðinni, erlendis og langa vinnudaga á köflum. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við öll kyn til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2025. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út. Smelltu hér til að sækja um.

Nánari upplýsingar veita:

Steinþór Níelsson, sviðsstjóri Nýtingar
Netfang: [email protected]

Sveinborg H. Gunnarsdóttir, sviðsstjóri Könnunar og vöktunar
Netfang: [email protected]

Auglýsing birt24. september 2025
Umsóknarfrestur15. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Rangárvellir 2, 603 Akureyri
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar