

Verkefnastjóri/-stýra framkvæmda
VIÐ BJÓÐUM SPENNANDI FRAMTÍÐ!
Langar þig að taka þátt í að byggja upp og þróa orkuflutningskerfi framtíðarinnar? Við hjá Landsnet leitum að öflugum verkefnastjóra/-stýru framkvæmda til að slást í hópinn með frábæru teymi sem leiðir stór og krefjandi verkefni um land allt – frá hugmynd og hönnun til verklegrar framkvæmdar. Þetta eru verkefni sem skipta alla landsmenn máli.
Hvað felst í starfinu?
Sem verkefnastjóri/-stýra framkvæmda færð þú að:
- Stýra fjölbreyttum verkefnum sem ná yfir allt ferlið – undirbúning, útboðshönnun, verksamninga, verklega framkvæmd og verklok.
- Samræma vinnu margra ólíkra aðila – sérfræðinga Landsnets, ráðgjafa, verktaka og annarra hagaðila.
- Tryggja skilvirka framvindu með góðu skipulagi, eftirfylgni og vönduðum verkferlum.
- Sjá til þess að gæði, öryggi og tímarammar haldist í verkefnum sem skipta samfélagið gríðarlegu máli.
- Taka þátt í þróun og umbótum, bæði innan verkefna og í verklagi fyrirtækisins.
- Fá yfirsýn yfir uppbyggingu flutningskerfisins um land allt og vinna að framtíðarlausnum í orkuskiptum og sjálfbærni.
- Háskólapróf í verkfræði, tæknifræði eða aðra viðeigandi menntun á sambærilegu sviði.
- Hefur þekkingu og reynslu af verkefnastjórnun, hönnun eða eftirliti með verklegum framkvæmdum.
- Býr yfir framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni.
- Er lausnamiðaður, metnaðarfullur og með jákvætt viðhorf.
- Hefur hæfni til að miðla þekkingu og stuðla að jákvæðri öryggismenningu
- Samstarf við fjölbreyttan hóp sérfræðinga sem vinna að framtíð raforkukerfisins.
- Stuðning við að vaxa í starfi og bæta við þig þekkingu.
- Tækifæri til að taka þátt í verkefnum sem hafa raunveruleg áhrif á samfélagið!
- Skemmtilegt vinnuumhverfi með aðstöðu til líkamsræktar, frábæru mötuneyti og svo margt fleira.
Umsóknarfrestur er til og með 05. október 2025 – sótt er um starfið á landsnet.is
Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um óháð uppruna, aldri eða kyni. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem þú segir okkur af hverju þig langar að bætast í hópinn.
Nánari upplýsingar veitir Jason Már Bergsteinsson, mannauðssérfræðingur, á [email protected]. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
Landsnet er þjónustufyrirtæki í eigu þjóðarinnar og kjarninn í framtíðarsýn okkar er rafvædd framtíð í takt við samfélagið. Við höfum veigamiklu hlutverki að gegna að viðhalda og reka eina af helstu grunnstoðum nútímasamfélags sem felst í flutningskerfi raforku.













