
Kerecis
Kerecis (www.kerecis.com) er líftæknifyrirtæki sem er frumkvöðull í notkun á roði og fitusýrum í lækningartilgangi. Vörur Kerecis eru notaðar til meðhöndlunar á margskonar vefjaskaða s.s. þrálátum sárum, brunasárum, munnholssárum og til margskonar uppbyggingar á líkamsvef. Gildi Kerecis byggja á samúð, heiðarleika og áhugasemi.
Um 600 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík, Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Sölumenn Kerecis selja vörur fyrirtækisins beint til heilbrigðisstofnana á Íslandi, á Þýskumælandi mörkuðum og Bandaríkjunum. Í öðrum heimshlutum er selt í gegnum dreifingaraðila.
Kerecis er það fyrirtæki sem vex hraðast í heiminum á sviði meðferðar á vefjaskaða. Tækni félagsins hefur vakið athygli á heimsvísu og á félagið í samstarfi um þróun og notkun á tækni þess víða um heim m.a. við bandarískar varnarmálastofnanir. Í Bandaríkjunum eru vörur Kerecis m.a. notaðar af mörgum stærstu spítölum landsins.

Verkefnastjóri í vöruþróun
Verkefnastjóri í vöruþróun hjá Kerecis er hluti af reyndu teymi sérfræðinga í lækningatækjum sem bera ábyrgð á að þróa og koma á markað næstu kynslóð lækningartækja til meðferðar á mismunandi tegundum sára. Starfsmaðurinn mun starfa á skrifstofu Kerecis í Reykjavík
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og stýring á vöruþróunar- og rannsóknarverkefnum innan þróunardeildar samkvæmt vöruþróunarferlum.
- Áætlanagerð verkefna með tilliti til tíma, kostnaðar og mannauðs.
- Miðla upplýsingum um stöðu verkefna.
- Kynna stöðu verkefna reglulega innan deildar og til yfirmanna fyrirtækisins.
- Samstilla hlutverk innan vöruþróunarteymisins og stuðla að góðum samskiptum innan verkefna.
- Tryggja gott samstarf við aðrar deildir og utanaðkomandi aðila sem eiga þátt í því að koma vörunni á markað.
- Skipuleggja og taka þátt í hugmyndavinnu innan þróunardeildar.
- Ábyrgð á skjölun í þróunarferli og þáttaka í skjalagerð tengdri þróunarvinnu.
- Önnur verkefni og ábyrgð eftir þörfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- B.S. gráða. Kostur að það sé innan verkfræði eða raungreina.
- Menntun í verkefnastjórnun æskileg.
- Að lágmarki 3ja ára reynsla sem verkefnastjóri.
- Reynsla í vöruþróun, helst í lækningatækjaiðnaði.
- Reynsla af vinnu með FDA og ISO-vottaðar vörur (21 CFR 820 og ISO 13485) er kostur.
- Reynsla af vinnu í alþjóðlegu umhverfi er æskileg.
- Gott vinnusiðferði og metnaður til þess að skila hágæðavörum samkvæmt tímaáætlun og innan fjárhagsáætlunar.
- Jákvæðni og drifkraftur.
- Forystuhæfileikar: Geta til að hvetja og leiðbeina öðrum til þess að ná settum markmiðum.
- Framúrskarandi kunnátta á Microsoft Office pakkanum, jafnframt Microsoft Project eða öðrum sambærilegum verkefnastjórnunarhugbúnaði.
- Geta til að starfa með þverfaglegum hópum.
- Nákvæmni og góð skipulagshæfni.
- Góð samskiptahæfni (munnleg og skrifleg) og geta til að koma fram.
- Reynsla af vinnu í alþjóðlegu umhverfi er æskileg.
Auglýsing birt24. september 2025
Umsóknarfrestur6. október 2025
Tungumálahæfni

Valkvætt

Nauðsyn
Staðsetning
Reykjavík, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri áætlunargerðar
Ístak hf

Sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs
Húnaþing vestra

Gagnasérfræðingur (e. Data scientist)
Vörður tryggingar

Join Our New Product Introduction Team! Biopharmaceutical Process Experts Wanted!
Alvotech hf

Heilbrigðisfulltrúi
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Sérfræðingur í kostnaðarútreikningum og greiningum
Coripharma ehf.

Sviðsstjóri þróunar og umbóta
Matvælastofnun

Verkefnastjóri í vöruþróun
Embla Medical | Össur

Sérfræðingur á sviði líffræðilegrar fjölbreytni
Náttúrufræðistofnun

Ert þú næsti sérfræðingurinn okkar í jarðvísindum?
ÍSOR

Sérfræðingur í jarðhita / Specialist in Geothermal Energy
ÍSOR

Umhverfis-, heilsu- og öryggissérfræðingur / EHS Specialist
Alvotech hf