Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Heilbrigðisfulltrúi

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur auglýsir starf heilbrigðisfulltrúa hjá deild Umhverfiseftirlits laust til umsóknar. Starfið felst einkum í heilbrigðiseftirliti með mengandi starfsemi, en einnig eftir atvikum með hollustuháttum og matvælum í fyrirtækjum og stofnunum í Reykjavík, undirbúa útgáfu starfsleyfa, annarra leyfa og sinna kvörtunum.

Hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur starfar öflugur og samstilltur hópur sérfræðinga í umhverfis- hollustuhátta- og öryggismálum. Vinnustaðurinn leggur áherslu á teymisvinnu, skilvirkni, samvinnu og góð samskipti.

Í boði er gott vinnuumhverfi á fjölskylduvænum vinnustað. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er regnbogavottaður vinnustaður. Öll kyn eru hvött til að sækja um. Leiðarljós Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að tryggja borgarbúum og gestum borgarinnar heilbrigð lífsskilyrði, vernda heilnæmt og ómengað umhverfi og öryggi matvæla.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur leggur áherslu á að veita góða þjónustu þar sem virðing fyrir umhverfinu, þjónusta við samfélagið og fagmennska í hverju verki eru lykilþættir. Heilbrigðiseftirlitið skiptist í tvær deildir: Umhverfiseftirlit og Matvælaeftirlit auk einingar sem sér um vöktun umhverfis.

Heilbrigðisfulltrúar starfa í umboði heilbrigðisnefnda.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að hafa reglubundið eftirlit og sinna eftirfylgni með mengunarvörnum, hollustuháttum, og öryggisþáttum í eftirlitsskyldum fyrirtækjum í samræmi við þau lög og reglugerðir sem um starfsemina gilda.
  • Að sinna skráningum, skýrslugerð, bréfaskriftum og kvörtunum.
  • Að veita faglega ráðgjöf, fræðslu og miðla upplýsingum til almennings, fyrirtækja og stofnana. 
  • Að undirbúa skráningu fyrirtækja, útgáfu starfsleyfa, vinna starfsleyfisskilyrði og verklagsreglur auk þess að veita umsagnir um leyfisveitingar, lagafrumvörp og skipulag.
  • Að vinna að fjölbreyttum verkefnum með hópi sérfræðinga Heilbrigðiseftirlitsins.
  • Að sinna öðrum verkefnum, skv. starfslýsingu og að beiðni yfirmanns.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði umhverfisfræða, raunvísinda, verkfræði heilbrigðisvísinda, eða sambærilega menntun.
  • Framúrskarandi samskiptafærni og samstarfshæfileikar.
  • Þjónustulund og vilji til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar.
  • Mjög góð ritfærni - íslenskukunnátta C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma og enskukunnátta B2.
  •  Ökuréttindi.
Auglýsing birt25. september 2025
Umsóknarfrestur9. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar