
Sérfræðingur í veiðistjórnun hreindýra
Náttúruverndarstofnun leitar að metnaðarfullum einstaklingi með framúrskarandi þjónustulund, samskiptahæfni og áhuga á náttúruvernd og veiðistjórnun til að annast veiðistjórnun hreindýra og þróun málaflokksins, umsýslu veiðileyfa og þátttöku í fjölbreyttum verkefnum innan stjórnunar- og verndarsviðs.
Starfsstöð sérfræðings er í Fellabæ í Múlaþingi, þar sem viðkomandi verður hluti af samhentu og þverfaglegu teymi þar sem fagmennska, samvinna og virðing fyrir náttúrunni eru í forgrunni. Um er að ræða spennandi starf og tækifæri til að móta framtíð veiðistjórnunar og byggja upp málaflokkinn í samstarfi við hagsmunaaðila.
-
Afgreiðsla og umsýsla veiðileyfa.
-
Samskipti og upplýsingagjöf til leiðsögumanna, veiðimanna og annarra samstarfsaðila.
-
Greining á stöðu og framvindu veiða ásamt miðlun upplýsinga og frétta.
-
Þátttaka í mótun og framkvæmd stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hreindýr.
-
Móttaka og skráning veiðiskýrslna í gagnagrunn.
-
Umsjón með arðgreiðslum til landeigenda.
-
Þátttaka í fræðslustarfi, m.a. á námskeiðum fyrir hreindýraveiðar.
-
Önnur tilfallandi verkefni.
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
-
Framúrskarandi hæfni í samskiptum og þjónustulund.
-
Greiningarhæfni og færni í að leysa úr flóknum málum.
-
Þekking á málefnum tengdum hreindýrum og veiðistjórnun er kostur.
-
Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
-
Gott frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að forgangsraða verkefnum.
-
Gott vald á íslensku og ensku.
-
Góð almenn tölvukunnátta.
-
Áhugi á umhverfismálum og náttúruvernd er kostur.













