
Líffræðingur óskast
Náttúrustofa Norðausturlands óskar eftir að ráða líffræðing til starfa. Um er að ræða fullt starf sem felur í sér vinnu utandyra við gagnaöflun og á skrifstofu við úrvinnslu gagna. Starfið er tímabundið til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Náttúrustofan er staðsett á Húsavík og hjá henni starfa nú sex starfsmenn á ársgrundvelli, auk sumarstarfsmanna. Fuglarannsóknir eru helsta sérsvið stofunnar. Önnur helstu viðfangsefni tengjast m.a. rannsóknum í vatnalíffræði, gróðurrannsóknum og náttúruvernd. Þar sem um litla stofnun er að ræða þarf viðkomandi að geta sinnt fjölbreyttum verkefnum.
Laun eru samkvæmt stofnanasamningi Náttúrustofu Norðausturlands og Félags íslenskra náttúrufræðinga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
• Háskólapróf í líffræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Framhaldsmenntun er kostur
• Reynsla af fuglarannsóknum er kostur
• Þekking á náttúrufari starfssvæðisins er æskileg
• Vilji og geta til þátttöku í vettvangsferðum fjarri heimili
• Færni í greiningu og framsetningu gagna
• Samviskusemi, frumkvæði og metnaður til að sýna árangur
• Færni í mannlegum samskiptum
• Góð íslensku- og enskukunnátta








