
Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum sautján aflsstöðvar á starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Verkefnastjóri samfélags- og umhverfismála á Austurlandi
Viltu eiga góð samskipti?
Við leitum að verkefnastjóra sem hefur það hlutverk að tryggja góð samskipti við nærsamfélag og hagsmunaaðila á Austurlandi, standa vörð um náttúru svæðisins og lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar. Starfið býður upp á tækifæri til að starfa í líflegu og hvetjandi vinnuumhverfi og hafa jákvæð áhrif á náttúru og samfélag.
Starfsstöð er í Fljótsdalsstöð.
Helstu verkefni:
- Umsjón með vöktun náttúrufars
- Umsjón með landbótaverkefnum
- Samskipti við hagsmunaaðila og leyfisveitendur
- Gerð og eftirfylgni samskiptaáætlana
- Undirbúningur og framkvæmd samfélagsverkefna
- Eftirfylgni umhverfismála á aflstöð
- Miðlun verkefna og árangurs, innan og utan fyrirtækisins
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi samskiptaeiginleikar og jákvætt viðhorf
- Þekking og reynsla af samskiptum við fjölbreyttan hóp hagsmunaaðila
- Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Þekking og reynsla af umhverfis- og orkumálum er kostur.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf sem rökstyður hæfni umsækjanda til starfsins.
Auglýsing birt29. ágúst 2025
Umsóknarfrestur9. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Egilsstaðir, 701 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðVerkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (9)

Sérfræðingur í innivist
EFLA hf

Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála
Akureyri

Líffræðingur óskast
Náttúrustofa Norðausturlands

Líffræðingur - sameindameinafræði - meinafræðideild
Landspítali

Heilbrigðisfulltrúi - Vesturland
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Sérfræðingur / Scientist - Potency and Binding
Alvotech hf

Reynslumikill Sérfræðingur / Senior Scientist - Potency & Binding
Alvotech hf

Environmental Sampling Specialist
ReSource International ehf.

Sr. Lab Management Scientist
Alvotech hf