

Laust embætti skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu
Dómsmálaráðuneytið leitar að öflugum, framsæknum og lausnamiðuðum stjórnanda til að leiða skrifstofu sem fer með málefni löggæslu, landhelgisgæslu og almannavarna. Þar starfar samhent teymi sérfræðinga sem vinnur daglega að því að tryggja öryggi, öfluga viðbragðshæfni og trausta þjónustu í þágu almennings.
Skrifstofustjóri fer með daglega stjórn og rekstur skrifstofunnar og ber ábyrgð á málaflokkum sem undir skrifstofu hans heyra. Í starfinu felst meðal annars:
-
Leiða stefnumótun, markmiðssetningu og áætlanagerð.
-
Samhæfa verkefni við heildarstefnu ráðuneytisins.
-
Tryggja árangur og gæði þjónustu.
-
Stýra samstarfi við stofnanir, hagsmunaaðila og alþjóðlega samstarfsaðila
-
Taka virkan þátt í stjórnendateymi ráðuneytisins
Skrifstofustjóri er hluti af stjórnendateymi dómsmálaráðuneytisins og heyrir undir ráðuneytisstjóra í daglegum störfum.
-
Lögfræðimenntun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun kostur.
-
Sterk leiðtogahæfni, hæfni til að vinna undir álagi og geta til að innleiða breytingar.
-
Farsæl reynsla af stjórnun, stefnumótun og stýringu umfangsmikilla verkefna.
-
Góð þekking og reynsla af málefnum lögreglu og landhelgisgæslu.
-
Þekking og reynsla af almannavörnum er kostur.
-
Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu og lögum sem tengjast málefnasviðum skrifstofunnar.
-
Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
-
Góð kunnátta í ensku og kunnátta í einu Norðurlandamáli æskileg.
-
Metnaður og vilji til að ná árangri.
-
Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.











