
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
Við leitum að kraftmiklum lögfræðingi
Viltu taka virkan þátt í að móta umgjörð sjávarútvegs á Íslandi og vinna að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í framsæknu og öflugu starfsumhverfi?
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) leita að öflugum lögfræðingi til að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum tengdum málefnum sjávarútvegsins. Lögfræðingur SFS sinnir víðtækum verkefnum sem tengjast hagsmunagæslu, samningsgerð, túlkun laga og reglna, kjaramálum og samskiptum við stjórnvöld.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Lögfræðileg ráðgjöf, einkum á sviði fiskveiðistjórnunar, umhverfismála, vinnumarkaðs- og kjaramála
- Samningsgerð og túlkun kjarasamninga
- Gerð álitsgerða og umsagna um lagafrumvörp og reglugerðir
- Ráðgjöf og stuðningur við félagsmenn SFS
- Umsjón með kjaramálum sjómanna og fiskverkafólks í samstarfi við Samtök atvinnulífsins (SA)
- Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi á sviði vinnuréttar og sjávarútvegsmála
- Samskipti við stjórnvöld og félagsmenn
- Seta í nefndum og stjórnum á vegum SFS
Menntunar- og hæfniskröfur
- Fullnaðarpróf í lögfræði er skilyrði og lögmannsréttindi æskileg
- Að lágmarki þriggja ára starfsreynsla við lögfræðistörf. Reynsla af lögmennsku er kostur
- Þekking á vinnurétti, kjarasamningum og stjórnsýslurétti
- Þekking á lagaumhverfi sjávarútvegs er kostur
- Góð samningatækni og lausnamiðuð nálgun
- Færni í markvissri og greinargóðri framsetningu upplýsinga í ræðu og riti á íslensku og ensku
- Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæm vinnubrögð
- Góð samskiptafærni og hæfni til að vinna með öðrum
Umsóknarfrestur og nánari upplýsingar
- Umsóknarfrestur er til og með 8. september 2025.
- Sótt er um í gegnum alfred.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.
- Frekari upplýsingar veitir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, [email protected]
- Frekari upplýsingar um SFS má nálgast á www.sfs.is
Auglýsing birt22. ágúst 2025
Umsóknarfrestur8. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 35, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (7)

Lögfræðingur
Landssamtök lífeyrissjóða

Laust embætti skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu
Dómsmálaráðuneytið

Við leitum að metnaðarfullum lögfræðingi
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu

Lögfræðingur
Fjarskiptastofa

Aðstoðarsaksóknari við embætti ríkissaksóknara
Ríkissaksóknari

Lögmaður hjá borgarlögmanni - tímabundið til eins árs
Embætti borgarlögmanns

Legal Counsel
Rapyd Europe hf.