

Gagnasérfræðingur (e. Data scientist)
Gagnavísindi hafa tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum og hlutverk þeirra verður sífellt mikilvægara í að móta framtíð fyrirtækja. Að því sögðu leitum við að metnaðarfullum og lausnamiðuðum gagnasérfræðingi (e. Data scientist) til að styrkja teymið okkar. Þetta er nýtt og spennandi hlutverk þar sem viðkomandi fær tækifæri til að hafa áhrif á hvernig Vörður nýtir gögn og greiningar til að styðja við stefnu, rekstur og nýsköpun.
Hjá Verði starfar kraftmikill hópur með breiðan bakgrunn og þekkingu sem hefur það meginmarkmið að mæta þörfum viðskiptavina og þjónusta þá á framúrskarandi hátt.
- Vinna með hagaðilum þvert á fyrirtækið til að skilja þarfir og tryggja aðgengi að gögnum sem nýtast í ákvarðanatöku
- Þróa og innleiða gagnalíkön og greiningar sem styðja við stefnu og rekstur félagsins
- Greina stór gagnasöfn og umbreyta gögnum í hagnýta innsýn fyrir stjórnendur og teymi
- Taka þátt í vöruþróun og nýsköpun með gagnadrifnum nálgunum
- Skýrslugerð og miðlun niðurstaðna á skýran og áhrifaríkan hátt
- Fylgjast með þróun í gervigreind, vélrænu námi og öðrum tækniþróunum sem tengjast gagnavinnslu
- Stuðningur og náin samvinna með hugbúnaðarþróunarteymi Varðar
- Greiningarhæfni og hæfni til að vinna úr flóknum gögnum
- Færni í að miðla niðurstöðum á skiljanlegan hátt til ólíkra markhópa
- Þekking á gagnagreiningu, forritun og líkanagerð (t.d. Python, R, SQL eða svipað)
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
- Góð samskiptahæfni og geta til að vinna í þverfaglegum teymum
- Háskólamenntun í verkfræði, stærðfræði, tölvunarfræði, hagfræði, tölfræði eða öðru sem nýtist í starfi
Við bjóðum upp á frábæra vinnuaðstöðu í höfuðstöðvum okkar í Borgartúni. Þar má finna mötuneyti í heimsklassa, líkamsræktarsal í húsinu, öflugt starfsmannafélag og skemmtilegan starfsanda.













