Vörður tryggingar
Vörður tryggingar
Vörður tryggingar

Liðsauki í fasteigna- og munatjón

Vegna enn meiri áherslu á þjónustu við viðskiptavini leitum við að drífandi og skemmtilegum einstaklingi til að ganga til liðs við öflugt teymi okkar á tjónasviði. Sem aðili í teyminu munt þú gegna lykilhlutverki í að aðstoða viðskiptavini okkar sem hafa orðið fyrir muna- og gæludýratjónum.

Hjá Verði starfar öflugur hópur fólks með breiðan bakgrunn og þekkingu sem hefur það meginmarkmið að mæta þörfum viðskiptavina og þjónusta þá á framúrskarandi hátt.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta viðskiptavini Varðar sem lenda í muna- og gæludýratjónum
  • Tjónamat og ákvörðun bótaskyldu
  • Kostnaðarmat og uppgjör tjóna
  • Er í samskiptum við hagsmunaaðila í tengslum við vinnslu tjóna
  • Önnur tilfallandi verkefni s.s. þátttaka í ýmsum umbótaverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Skipulögð vinnubrögð og geta til að vinna sjálfstætt og undir álagi
  • Jákvætt hugarfar og vilji til að vera hluti af samhentu teymi
  • Reynsla af störfum í þjónustu og störfum innan trygginga er kostur
  • Gott vald á rituðu máli, bæði ensku og íslensku
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi

Við bjóðum upp á frábæra vinnuaðstöðu í höfuðstöðvum okkar í Borgartúni. Þar má finna mötuneyti í heimsklassa, líkamsræktarsal í húsinu, öflugt starfsmannafélag og skemmtilegan starfsanda.

Auglýsing birt24. september 2025
Umsóknarfrestur5. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar