
Vörður tryggingar
Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu.
Vörður hefur á að skipa þjónustulipru og vel upplýstu starfsfólki sem vinnur í fjölbreyttu og hvetjandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á traust og áreiðanleika í samskiptum.
Lykillinn að farsælum rekstri Varðar er fólkið sem þar starfar. Við leggjum áherslu á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks og skemmtilegan vinnustað þar sem hver einstaklingur hefur áhrif og skiptir máli.

Liðsauki í fasteigna- og munatjón
Vegna enn meiri áherslu á þjónustu við viðskiptavini leitum við að drífandi og skemmtilegum einstaklingi til að ganga til liðs við öflugt teymi okkar á tjónasviði. Sem aðili í teyminu munt þú gegna lykilhlutverki í að aðstoða viðskiptavini okkar sem hafa orðið fyrir muna- og gæludýratjónum.
Hjá Verði starfar öflugur hópur fólks með breiðan bakgrunn og þekkingu sem hefur það meginmarkmið að mæta þörfum viðskiptavina og þjónusta þá á framúrskarandi hátt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta viðskiptavini Varðar sem lenda í muna- og gæludýratjónum
- Tjónamat og ákvörðun bótaskyldu
- Kostnaðarmat og uppgjör tjóna
- Er í samskiptum við hagsmunaaðila í tengslum við vinnslu tjóna
- Önnur tilfallandi verkefni s.s. þátttaka í ýmsum umbótaverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulögð vinnubrögð og geta til að vinna sjálfstætt og undir álagi
- Jákvætt hugarfar og vilji til að vera hluti af samhentu teymi
- Reynsla af störfum í þjónustu og störfum innan trygginga er kostur
- Gott vald á rituðu máli, bæði ensku og íslensku
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi
Við bjóðum upp á frábæra vinnuaðstöðu í höfuðstöðvum okkar í Borgartúni. Þar má finna mötuneyti í heimsklassa, líkamsræktarsal í húsinu, öflugt starfsmannafélag og skemmtilegan starfsanda.
Auglýsing birt24. september 2025
Umsóknarfrestur5. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Vandvirkur bókari
Bókhaldsstofa

Deildarstjóri Stjórnmálafræðideildar
Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Skrifstofustjóri
Nicopods ehf

þjónustufulltrúi
Stólpi Gámar ehf

Þjónustusvið - flugfrakt
Torcargo

Launafulltrúi
Hagvangur

Þjónustu og samskiptafulltrúi
Skólamatur

SPENNANDI STARF Í FERÐAÞJÓNUSTU
Iceland ProTravel

Corporate Services Assistant
British Embassy Reykjavik

Aðstoðarmaður sviðsstjórnar
Verkís

Fulltrúi í þjónustu
Þjóðskrá

Aðstoðarmaður ráðgjafa viðhalds og mannvirkja
Verksýn