Ístak hf
Ístak hf
Ístak hf

Verkefnastjóri innkaupa

Við leitum að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi til starfa í innkaupadeild félagsins. Innkaupadeild ber ábyrgð á innkaupum og samningum við birgja og þjónustuaðila, innanlands sem erlendis. Starfið felur í sér daglega stjórnun innkaupa- og birgðamála ásamt skipulagningu hagkvæmra flutninga. Markmiðið er að tryggja hagkvæm og skilvirk innkaup sem uppfylla gæðakröfur og styðja við verkefni félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Innkaup á byggingavörum, efni, varahlutum og tækjum frá innlendum og erlendum birgjum.
  • Gerð og eftirfylgni innkaupaáætlana í samráði við stjórnendur félagsins.
  • Samskipti og samningar við birgja og þjónustuaðila, innanlands sem erlendis.
  • Skipulagning flutninga á efni og búnaði til verka.
  • Stýra birgðahaldi og skilvirkri nýtingu birgða.
  • Önnur verkefni sem tengjast rekstri, samningagerð og stuðningi við stjórnendur.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði rekstrar er kostur. Iðn- eða tæknimenntun nýtist einnig vel.
  • Reynsla af byggingariðnaði, vélbúnaði eða inn- og útflutningi er æskileg, en við hvetjum einnig umsækjendur með minni reynslu til að sækja um.
  • Þekking á tollamálum og reynsla af samningagerð er kostur.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, þriðja tungumál er kostur.
  • Sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og hæfni til að vinna lausnamiðað.
Auglýsing birt25. september 2025
Umsóknarfrestur12. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Bugðufljót 19, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar