Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Deildarstjóri – Leikskólinn Arnarberg

Leikskólinn Arnarberg, staðsettur við Haukahraun 2 í Hafnarfirði, er fjögurra deilda leikskóli með áherslu á læsi í víðum skilningi. Einkunnarorð skólans eru „Læsi er leikur“, og þau endurspegla meginþráð alls starfsins.

Læsi í Arnarbergi nær yfir lestur bóka, líðan og velferð einstaklingsins, hreysti og umhverfi. Leikurinn er lykillinn að þroska barna á sviðum eins og hreyfingu, tungumáli, samskiptum, tilfinningum og sköpun.

Leiðaljós okkar er „Virðing, Samvinna og Traust“

Við leggjum áherslu á jöfnuð og rétt allra, og viljum stuðla að umburðarlyndi, samkennd og samvinnu. Markmiðið er að börnin verði sterkari og sjálfstæðari einstaklingar sem takast á við lífið með gleði og öryggi.

Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk. Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og Þroskaþjálfafélaginu hefur kosið fyrirkomulag sem felur í sér að starfsár þeirra er sambærilegt starfsári grunnskólakennara. Þessir starfsmenn taka því út vinnutímastyttingu í kringum jól og áramót, þegar vetrarfrí er í grunnskólum, í dymbilviku og með lengri fjarveru á sumrin.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur að og ber ábyrgð á uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati á faglegu starfi deildarinnar
  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á miðlun upplýsinga
  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og að öll börn fái kennslu og umönnun við hæfi
  • Ber ábyrgð á allri foreldrasamvinnu
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf sem kennari (fylgi umsókn)
  • Reynsla af starfi deildarstjóra og með ungum börnum æskileg
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Góð samskiptahæfni og frumkvæði
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Einlægur áhugi á velferð barna
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 6.október n.k.

Ef ekki fæst starfsmaður með leyfisbréf, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling með reynslu af starfi með börnum, skv. lögum nr. 95/2019.

Nánari upplýsingar veitir Bjarney Kristín Hlöðversdóttir leikskólastjóri [email protected] , sími:5553493.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ/Félag leikskólakennara.

Fríðindi í starfi:

  • Heilsuræktarstyrkur
  • 75% afsláttur af leikskólagjöldum
  • Forgangur á leikskóla
  • Bókasafns- og sundkort

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins

Auglýsing birt24. september 2025
Umsóknarfrestur6. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Haukahraun 2, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar