

Skóla- og frístundaliði í Hraunsel - Hraunvallaskóli
Hraunvallaskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða í 30- 48% starf fyrir skólaárið 2025-2026 í frístundaheimilið Hraunsel.
Um er að ræða starf sem felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur í frístundaheimilinu Hraunseli eftir hádegi alla virka daga. Hraunsel býður upp á fjölbreytt tómstundastarf frá kl. 13:20 til kl. 16:30 alla virka daga, óháð getu, þroska eða fötlun barna. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við alla hópa. Möguleiki er á að auka starfshlutfall með því að sækja líka um starf skóla- og frístundaliða í Hraunvallaskóla.
Hraunvallaskóli hefur þá sérstöðu að innan veggja hans er rekinn bæði leik- og grunnskóli. Skólinn starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar. Nemendur í sama árgangi eru í sameiginlegum umsjónarhópum með sameiginlega umsjónarkennara á sínum heimasvæðum. Dyggðir Hraunvallaskóla eru vinátta, samvinna og ábyrgð.
Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.hraunvallaskoli.is
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Aðstoðar við faglegt starf með nemendum
- Starfar samkvæmt leiðsögn frá næsta yfirmanni
- Stuðlar að góðum aga og jákvæðum samskiptum
- Fylgist með og aðstoðar nemendur í leik og starfi
- Leitast við að virkja sem flesta óháð getu eða þroska í fjölbreytt verkefni og taka fullan þátt í þeim verkefnum og viðburðum sem eru skipulögð
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Reynsla af starfi með börnum er æskileg
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Almenn tölvukunnátta
- Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum
- Uppbyggjandi í samskiptum, sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Stundvísi og samviskusemi
Nánari upplýsingar um starfið veitir Lars Jóhann Imsland skólastjóri, [email protected], Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðstoðarskólastjóri [email protected] og Arnbjörg Mist Ásgeirsdóttir deildarstjóri Tómstundamiðstöðvar [email protected] eða í síma 590 2800.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Umsóknarfrestur er til og með 29. september 2025.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika
































