Vesturmiðstöð
Vesturmiðstöð

Hegðunarráðgjafi í grunnskólum

Spennandi starf í skóla- og frístundaþjónustu

Vesturmiðstöð auglýsir starf hegðunarráðgjafa í grunnskólum laust til umsóknar. Hegðunarráðgjafi vinnur með og veitir ráðgjöf til kennara og annars starfsfólks grunnskóla vegna hegðunarvanda einstakra nemenda eða nemendahópa. Meginhlutverk hegðunarráðgjafa er að greina hvernig óæskileg hegðun birtist og veita leiðsögn um viðeigandi úrræði út frá þeim upplýsingum. Hegðunarráðgjafi sinnir einnig fræðslu til skóla um viðurkenndar leiðir í hegðunarmótun og tekur þátt í lausnarteymum grunnskólanna í borgarhlutunum.

Vesturmiðstöð er framsækinn vinnustaður sem býður upp á spennandi tækifæri til að taka þátt í þverfaglegu samstarfi og uppbyggingu á þjónustu við íbúa í borgarhlutanum. Í boði er vinna með metnaðarfullum hópi sérfræðinga skóla- og frístundaþjónustu og velferðarsviðs ásamt starfsfólki grunnskóla í Vesturbæ, miðborg og Hlíðum. Á miðstöðinni starfa meðal annars talmeinafræðingar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og kennslu- og hegðunarráðgjafar og ráðgjafaþroskaþjálfi, að málefnum barna, skóla og fjölskyldna í borgarhlutanum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla ráðgjöf vegna hegðunarvanda nemenda.
  • Greina óæskilega hegðun og leiðbeina um úrræði, meðal annars með þátttöku í ýmsum teymu.
  • Veita fræðslu til skóla um hegðunarmótun og viðeigandi ferla.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í sálfræði, atferlisfræði, uppeldisfræði eða sambærilegum greinum.
  • Framhaldsmenntun æskileg.
  • Þekking og reynsla af skólastarfi og hagnýtri atferlisgreiningu æskileg.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni.
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Góð enskukunnátta og færni í öðrum tungumálum kostur.
Auglýsing birt17. september 2025
Umsóknarfrestur30. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurstræti 8-10 8R, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar