Vesturmiðstöð
Vesturmiðstöð

Ráðgjafi í Farteymi

Skóla- og frístundadeild Vesturmiðstöðvar auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa í farteymi.

Farteymi í Vesturmiðstöð er þriggja manna teymi sem hefur það hlutverk að starfa innan grunnskóla með nemendum sem glíma við umtalsverða hegðunarerfiðleika. Fyrir utan vinnu með nemendunum sjálfum aðstoða þeir einnig og handleiða kennara og annað starfsfólk skóla og eiga í samvinnu við foreldra. Mikil áhersla er á vinnu með málefni nemenda í daglegum skólaaðstæðum en í undantekningartilvikum getur vinna með nemendum farið fram utan skólastofunnar/skólans í nærumhverfi þeirra.

Á Vesturmiðstöð starfar öflugur þverfaglegur hópur sérfræðinga sem sinnir þjónustu við leik- og grunnskóla og frístundastarf í Miðborg, Vesturbæ og Hlíðum. Á miðstöðinni er unnið samkvæmt stefnu Reykjavíkurborgar í menntamálum „Látum draumana rætast“ og „Betri borg fyrir börn“.

Um er að ræða fullt starf sem laust er nú þegar eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennsla og handleiðsla nemend út frá aðstæðum, líðan, þörfum þeirra í hverju tilviki.
  • Ráðgjöf og handleiðsla við starfsfólk grunnskóla um nám og kennslu nemanda sem og samstarf og eftirfylgni við þá sem koma að máli þeirra.
  • Ráðgjöf, fræðsla og stuðningur til starfsfólks skóla vegna nemenda sem glíma við námslega-, félagslega- og/eða hegðunarerfiðleika.
  • Þátttaka í þróun verkefnisins „Betri borg fyrir börn“ með það að markmiði að styðja við starfssemi grunnskóla og nám barna.
  • Þróun faglegs samstarfs og þátttaka í samstarfi fagstétta sem vinna með börnum í borgarhlutanum.
  • Umsjón með og þátttaka í ýmis konar samstarfsverkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist s.s sálfræðimenntun, atferlisfræðimenntun, kennaramenntun eða sambærilegt.
  • Framhaldsnám og/eða reynsla af kennsluráðgjöf æskileg.
  • Þekking á skólastarfi í fjölmenningarlegu samfélagi.
  • Lipurð og færni í samskiptum, samstarfi og sveigjanleiki í starfi.
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og löngun til þess að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Auglýsing birt17. september 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurstræti 8-10 8R, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar