
Hjallastefnan
Hjallastefnan er kærleiksmiðuð og skapandi lýðræðisstefna. Hjallastefnan rekur í dag 14 leikskóla og þrjá grunnskóla.
Drifkrafturinn í rekstri Hjallastefnunnar er sú skólahugsjón sem allt starf Hjallastefnunnar byggir á. Starfsfólk fyrirtækisins trúir því staðfastlega að starf þeirra skipti miklu máli og að það eigi með vinnu sinni þátt í því að skapa betri framtíð fyrir börn þessa lands.
Jafnréttisuppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir í námskrá Hjallastefunnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska þeirra einstaklinga sem okkur er treyst fyrir. Einnig er trú okkar að öflugt fyrirtæki í sjálfstæðum skólarekstri geti skapað nýjungar og unnið að tilraunaverkefnum sem veiti hinu opinbera kerfi nauðsynlegt og tímabært aðhald í því að efla fagstarf sitt og þjónustu – öllum börnum til hagsbóta.
Skólar Hjallastefnunnar starfa sjálfstætt undir stjórn síns leik- eða grunnskólastjóra sem hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri skólans. Þannig hefur hver skóli sitt eigið andrúmsloft og sína eigin menningu en allir starfa þeir þó að sameiginlegu markmiði og eftir sömu námskrá sem liggur til grundvallar öllum þáttum fagstarfsins.

Leikskólinn Hjalli óskar eftir leikskólakennurum
Hjallastefnuleikskólinn Hjalli í Hafnarfirði, leitar að jákvæðum og lífsglöðum leikskólakennurum sem reiðubúnir eru að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar. Okkar gildi eru kærleikur, sköpun og lýðræði í lífsmáta og starfi. Við leggjum mikið upp úr því að jákvæðni og gleði einkenni öll samskipti við börn, fjölskyldur þeirra og starfsfólks á milli.
Leikskólinn Hjalli er við Hjallabraut í Hafnarfirði. Hann er fyrsti leikskóli Hjallastefnunnar og fagnar 36 ára afmæli um þessar mundir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að elska og bera virðingu fyrir börnum
- Að vinna af ástríðu að uppeldi og menntun ungra barna
- Að vera í góðu samstarfi við fjölskyldur barna
- Að vera í góðu samstarfi við samkennara
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu í leikskóla
- Önnur uppeldismenntun - leikskólaleiðbeinandi
- Mjög góð íslenskukunnátta
- Good Icelandic language skills required
- Reynsla af vinnu með börnum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
- Útivist í dásamlegu umhverfi
- Mikil gleði, góðar annir
- Frítt hollt fæði
- Vinnufatnaður
- Vinnustytting
- Þjálfun í starfi
- Einstakur hópur samstarfsfólks sem tilheyrir Hjalla
Auglýsing birt17. september 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hjallabraut 55, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðJákvæðniKennariMannleg samskipti
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Kennarar og kennaranemar
Aukakennari

Ráðgjafi í Farteymi
Vesturmiðstöð

Hegðunarráðgjafi í grunnskólum
Vesturmiðstöð

Sérkennsla - stuðningur
Leikskólinn Furuskógur

Skóla- og frístundaliði í Hraunsel - Hraunvallaskóli
Hafnarfjarðarbær

Skóla- og frístundaliðar í frístundaheimilið Lækjarsel - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær

Skóla- og frístundaliðar í Krakkaberg - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Tómstundaleiðbeinandi - Setrið, Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Kennarar – Leikskólinn Hörðuvellir
Hafnarfjarðarbær

Forfallakennari - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Viltu koma og starfa með geggjuðum hóp í Austurkór
Austurkór

Aðstoðarleikskólastjóri í Jörfa
Leikskólinn Jörfi v/Hæðargarð