
Kársnesskóli

Stuðningsfulltrúi í Kársnesskóla
Laus er staða stuðningsfulltrúa í Kársnesskóla
Kársnesskóli er heildstæður grunnskóli í vesturbæ Kópavogs með 400 nemendur í 5. - 10. bekk og 65 starfsmenn. Í skólanum ríkir góður starfsandi og gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Í Kársnesskóla eru allir nemendur með spjaldtölvur og áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í bekkjarstarfi. Stuðningur við nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu.
- Aðstoðar nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt námskrá og námsáætlunum undir leiðsögn kennara.
- Sér um gæslu með ákveðnum bekkjum eða/og hópum í útivist.
- Fylgir einum eða fleiri nemendum eftir á ferðum þeirra um skólann, í frímínútum og vettvangsferðum.
- Aðstoðar nemendur í matsal eftir þörfum.
- Vinnur að undirbúningi skólastarfs á starfsdögum kennara undir verkstjórn kennara eða skólastjórnenda.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og áhugi á starfi með börnum
- Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
- Viðkomandi þarf að vera skipulagður, sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Framhaldskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg
- Mjög góð íslenskukunnátta´
Auglýsing birt17. september 2025
Umsóknarfrestur1. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Vallagerði
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiÞolinmæði
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Stuðningsfulltrúi með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla
Arnarskóli

Leikskólakennari í Grænuborg
Leikskólinn Grænaborg

Frístundaleiðbeinendur í Vatnsendaskóla
Vatnsendaskóli

Frístundaleiðbeinendur með stuðning óskast á frístundaheimili Tjarnarinnar
Frístundamiðstöðin Tjörnin

Frístundaleiðbeinendur óskast á frístundaheimili Tjarnarinnar
Frístundamiðstöðin Tjörnin

Leikskólakennari/leiðbeinandi í Ægisborg
Leikskólinn Ægisborg

Sérfræðingur í málefnum barna með stuðningsþörf / frístundaleiðbeinandi
Frístundamiðstöðin Bungubrekka

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöð -Askja
Kringlumýri frístundamiðstöð

Leikskólakennari í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli

Leikskólakennari eða leiðbeinandi í Fögrubrekku
Fagrabrekka

Leikskólakennari í Álfatún - hlutastarf
Álfatún