Frístundamiðstöðin Bungubrekka
Frístundamiðstöðin Bungubrekka
Frístundamiðstöðin Bungubrekka

Sérfræðingur í málefnum barna með stuðningsþörf / frístundaleiðbeinandi

Frístundamiðstöðin Bungubrekka leitar að sérfræðingi í málefnum barna með stuðningsþörf / frístundaleiðbeinanda til starfa í metnaðarfullu og skapandi umhverfi. Starfið felst í að þróa og innleiða velferðarúrræði fyrir börn og ungmenni með stuðningsþörf og bjóða þeim innihaldsríkt frístunda- og tómstundastarf þar sem frjáls leikur, val og félagsleg þátttaka eru í forgrunni.

Markmið starfsins er að efla sjálfstraust og félagsfærni barna og tryggja að þau geti tekið virkan þátt í starfi án aðgreiningar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Undirbúningur og framkvæmd frístundastarfs og tiltekt að starfi loknu

  • Leiðbeina og tryggja þátttöku barna með stuðningsþörf í starfi með styrkleika þeirra að leiðarljósi

  • Ýta undir leik, sköpun, hreyfingu og lýðheilsu

  • Vinna gegn andfélagslegri hegðun og stuðla að öruggu og jákvæðu umhverfi

  • Veita stuðning í samskiptum, úrlausnum ágreininga og tilfinningalegri úrvinnslu

  • Skipuleggja viðburði, smiðjur og klúbba í samstarfi við aðra

  • Taka þátt í þróun og stefnumótun starfsins undir leiðsögn næsta yfirmanns
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf á sviði uppeldismenntunar, s.s. tómstunda- og félagsmálafræði, þroskaþjálfi, sérkennslumenntun eða sambærileg menntun

  • Reynsla af starfi með börnum með stuðningsþörf er æskileg

  • Góð samskipta- og samvinnuhæfni

  • Jákvætt og lausnamiðað hugarfar

  • Þolinmæði, umhyggja og sveigjanleiki

  • Hæfni til að lesa í aðstæður og skapa traust

  • Tæknilæsi eða vilji til að nýta tækni í starfi

  • Hreint sakavottorð
Auglýsing birt16. september 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Breiðamörk 27, 810 Hveragerði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar