Höfuð-borgin sértæk félagsmiðstöð
Höfuð-borgin sértæk félagsmiðstöð
Höfuð-borgin sértæk félagsmiðstöð

Höfuð-Borgin - sértæk félagsmiðstöð

Kópavogsbær leitar eftir frístundaleiðbeinanda í sértæku félagsmiðstöðina Höfuð-Borgin. Vinnutíminn er kl 13:00 - 17:00 og hentar starfið því vel með námi. Um er að ræða 20-50% starf og æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20. aldursári.

Höfuð-Borgin er sértæk félagsmiðstöð sem ætluð er ungmennum 16-20 ára með fötlun sem lögheimili hafa í Kópavogi og er til húsa í Fannborg 2 (1.hæð). Í Höfuð-Borginni gefst ungu fólki tækifæri á að taka þátt í frístunda- og atvinnutengdri starfsemi eftir að skóladegi lýkur. Lögð er áhersla á að veita ungmennum öruggt, jákvætt og uppbyggilegt félagsmiðstöðvarstarf sem tekur mið af þörfum og getu hvers og eins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinnir persónulegum stuðningi við ungmenni með fötlun og skapar öryggi og vellíðan í félagsmiðstöðinn.
  • Þátttaka og leiðsögn í atvinnu– og frístundatengdu starfi og í hópastarfi.
  • Framfylgir þjálfunar-/þjónustuáætlunum sem forstöðumaður hefur umsjón með.
  • Stuðlar að virðingu, jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum við ungmennin.
  • Undirbúningur og frágangur í upphafi og lok hvers dags.
  • Þátttaka og leiðsögn í atvinnu– og frístundatengdu starfi og í hópastarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf æskilegt.
  • Reynsla af starfi með ungmennum með fötlun æskileg.
  • Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20. aldursári.
  • Færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
  • Mjög góð íslenskukunnátta.
Auglýsing birt28. ágúst 2025
Umsóknarfrestur5. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Valkvætt
Mjög góð
Staðsetning
Fannborg 2, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar