

Starfskraftur á 5 ára kjarna í Barnskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ
Erum við að leita að þér?
Barnaskóli Hjallastefnunnar í Garðabæ auglýsir eftir starfsfólki á 5 ára kjarna.
Óskað er eftir leikskólakennara eða háskólamenntuðum í starf á 5 ára kjarna í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ.
Við leitum að jákvæðu og lífsglöðu starfsfólki sem er tilbúið að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi. Við hvetjum öll kyn til að sækja um starf við skólann.
Barnaskóli Hjallastefnunnar í Garðabæ er í einstaklega fallegu og skemmtilegu umhverfi þar sem ósnortin náttúran er allt umlykjandi. Skólann sækja börn á aldrinum 5-9 ára. Jafnréttisuppeldi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir hugmyndafræðinnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska komandi kynslóða.
- Starfa eftir stefnu skólans, samkvæmt aðalnámskrá, skólanámskrá og kynjanámskrá Hjallastefnunnar
- Stuðla að velferð barna í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
- Leyfisbréf til kennslu í leikskóla
- Önnur uppeldismenntun - leikskólaleiðbeinandi
- Reynsla og þekking á starfi með börnum
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslenskukunnátta
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Jákvæðni
- Frítt fæði á vinnutíma












