Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Þroskaþjálfi - Víðistaðaskóli

Þroskaþjálfi/atferlisráðgjafi í afleysingu - Víðistaðaskóli

Vegna óvæntra forfalla óskum við í Víðistaðaskóla eftir að ráða þroskaþjálfa eða atferlisráðgjafa til starfa út skólaárið í afleysingu. Starfshlutfall er 80-100%. Viðkomandi aðili yrði viðbót við góðan hóp starfsmanna í stoðþjónustu skólans. Við leitum eftir samviskusömum, glöðum og duglegum aðila sem vinnur vel í hóp og er tilbúinn að mæta nemendum okkar á þeim stað sem þau eru.

Í Víðistaðaskóla eru rúmlega 500 nemendur og um 100 starfsmenn. Við leggjum áherslu á fjölbreytileikann, líðan nemenda og fjölbreytta kennsluhætti. Gildi skólans eru ábyrgð- virðing og vinátta. Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda sem og annarra í skólasamfélaginu. Við erum heilsueflandi grunnskóli sem hugsar um umhverfi sitt í anda Græn fánans.

Í Víðistaðaskóla er góður starfsandi og samheldni meðal þeirra sem í skólanum starfa. Við erum áhugasöm og metnaðarfull í því sem við tökum okkur fyrir hendur.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að veita nemendum með sérþarfir þjálfun, leiðsögn og stuðning
  • Vinna með félagsfærni og aðlaga námefni og námsaðstæður
  • Vinna að gerð sjónræns skipulags fyrir nemendur
  • Vinna að gerð einstaklingsnámskráa í samstarfi við kennara og deildarstjóra
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans
  • Vinna að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum ásamt því að tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi sem slíkur
  • Þekking á skipulagðri kennslu (TEACCH)
  • Þekking á SMT æskileg
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Mjög góð íslenskukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri, í síma 6645890, [email protected] eða Valgerður Júlíusdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 6645891, [email protected]

Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni http://www.vidistadaskoli.is

Umsóknarfrestur er til og með 6.október 2025

Greinargóð ferilsskrá og leyfisbréf fylgi umsókn. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt22. september 2025
Umsóknarfrestur6. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar