

Mannauðsstjóri Origo
Origo leitar að reynslumiklum mannauðsstjóra til að leiða og þróa mannauðsstefnu fyrirtækisins. Hlutverkið er fjölbreytt og krefst bæðistefnumótunar og daglegrar þátttöku í verkefnum sem hafa bein áhrif á starfsfólk og menningu félagsins. Ef þú hefur metnað til að móta framtíð Origo og styðja við okkar frábæra starfsfólk þá gæti þetta verið starf fyrir þig!
Hlutverk og ábyrgð
-
Ábyrgð á stefnumótun, framkvæmd og þróun mannauðsmála fyrirtækisins
-
Þróun og viðhald ferla og mælinga sem styðja við mannauðs- og launamál
-
Veita stjórnendum og starfsfólki faglegan stuðning, ráðgjöf og coaching
-
Kortleggja lykilhlutverk, móta viðmið um frammistöðu og styðja við vöxt og þróun starfsfólks
-
Móta starfsumhverfi þannig að vellíðan starfsfólks sé í fyrirrúmi, þar með talið að taka þátt í skipulagi og þróun nýs húsnæðis sem félagið mun flytja í á komandi ári
Við leitum að leiðtoga sem býr yfir eftirfarandi hæfni og reynslu:
-
Reynsla af stefnumótun og framkvæmd mannauðsmála.
-
Frábær samskiptahæfni, leiðtogahæfileikar og geta til að skapa jákvætt starfsumhverfi.
-
Skipulagshæfni og hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi.
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í mannauðsstjórnun eða tengdum greinum.
Við bjóðum
-
Tækifæri til að hafa bein áhrif á menningu og vöxt fyrirtækisins.
-
Skapandi og kraftmikið vinnuumhverfi.
-
Samkeppnishæf kjör og góð líðan í starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 12.október.
Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Nánari upplýsingar veitir Ari Daníelsson forstjóri, [email protected]
Origo skapar öruggt forskot með tækni og hugviti. Með snjöllum og öruggum lausnum hjálpum við fyrirtækjum og stofnunum að öðlast forskot í stafrænum heimi sem er á fleygiferð. Hjá okkur starfa um 200 manns sem vinna saman að því að skapa betri tækni sem bætir líf fólks. Við leggjum áherslu á liðsheild, fagmennsku og stöðuga þróun.