Þjóðleikhúsið
Þjóðleikhúsið

Mannauðsstjóri

Þjóðleikhúsið óskar eftir að ráða mannauðsstjóra.

Mannauðsstjóri er leiðtogi mannauðstengdra málefna í leikhúsinu, mótar stefnu í mannauðsmálum í samráði við helstu stjórnendur og ber ábyrgð á framkvæmd hennar. Mannauðsstjóri stuðlar að góðum starfsanda og framþróun vinnustaðarmenningar leikhússins.

Starf mannauðsstjóra heyrir undir þjóðleikhússtjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á þróun og framkvæmd mannauðsstefnu.
  • Ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna.
  • Þátttaka í áætlanagerð og rekstri sem snýr að mannauðsmálum, s.s. samningagerð
  • Skipulagning og umsjón með ráðningum, móttöku nýliða og starfslokum.
  • Árangursmælingar, umsjón með vinnuskilum og frammistöðumati.
  • Umsjón með starfsþróunar- og fræðslumálum.
  • Vinnuskipulag og leyfismál.
  • Umsjón og skipulag starfsmannasamtala og frammistöðumats.
  • Aðkoma að kjarasamningagerð, launasetningu og jafnlaunavottun.
  • Samskipti við starfsmannafélög.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála er kostur.
  • Farsæl reynsla af mannauðsstjórnun.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri.
  • Reynsla af samningagerð er kostur.
  • Góð færni, þekking og reynsla af gagnavinnslu og framsetningu upplýsinga.
  • Góð tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér nýjungar á svið tækni.
  • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og mæltu máli.
Auglýsing birt2. október 2025
Umsóknarfrestur14. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hverfisgata 19, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar