Þjóðleikhúsið
Þjóðleikhúsið

Framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar

Þjóðleikhúsið óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar.

Framkvæmdastjóri er leiðtogi fjármála og rekstrar, vinnur áætlanir og tryggir eftirfylgni þeirra. Starfið heyrir undir þjóðleikhússtjóra og á framkvæmdastjórinn sæti í stjórnendateymi leikhússins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á rekstri, fjármálastjórn, áætlanagerð og skilvirkri miðlun rekstrar- og fjárhagsupplýsinga.
  • Yfirumsjón með uppgjörum, innheimtu og ársreikningum.
  • Fjárstýring, frávikagreiningar.
  • Þróun og innleiðing fjárhagskerfa og mælaborða.
  • Umsjón með samningagerð, gæða- og öryggismálum.
  • Þátttaka í stefnumótun og þróun rekstrarumhverfis leikhússins.
  • Samskipti við opinbera aðila.
  • Umsjón með tölvukerfum og upplýsingatækni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf á sviði viðskipta eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er kostur.
  • Farsæl reynsla af fjármálastjórn og rekstri.
  • Reynsla af  áætlanagerð, uppgjörum, greiningarvinnu og framsetningu tölulegra gagna.
  • Reynsla af samningagerð.
  • Góð þekking á tölvukerfum og upplýsingatækni.
  • Leiðtogahæfni og góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni og geta til að vinna undir álagi.
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.
Auglýsing birt2. október 2025
Umsóknarfrestur14. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hverfisgata 19, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar