Air Atlanta Icelandic
Air Atlanta Icelandic
Air Atlanta Icelandic

Sérfræðingur í uppgjörum og reikningshaldi (Financial Accountant)

Flugfélagið Atlanta ehf. leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum sérfræðingi í uppgjörum og reikningshaldi (Financial Accountant) til að styrkja fjármálateymi félagsins.

Starfið felur í sér ábyrgð á mánaðaruppgjörum og ársreikningum ásamt þátttöku í stafrænum umbótaverkefnum og sjálfvirknivæðingu ferla.

Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf hjá rótgrónu alþjóðlegu fyrirtæki með trausta rekstrarsögu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og ábyrgð á uppsetningu mánaðaruppgjöra og ársreikninga félagsins
  • Þátttaka í stafrænni þróun, sjálfvirknivæðingu og umbótaverkefnum
  • Aðkoma að greiningum og áætlanagerð
  • Umsjón og ábyrgð með skýrsluskilum félagsins
  • Þátttaka í fjölbreyttum verkefnum á fjármálasviði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði með áherslu á fjármál, endurskoðun eða sambærilegt nám
  • Starfsreynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
  • Áhugi á stafrænni þróun, sjálfvirknivæðingu og stöðugum umbótum
  • Góð enskukunnátta í ræðu og riti
  • Skipulagshæfni, nákvæm vinnubrögð og sterk samskiptafærni
Auglýsing birt1. október 2025
Umsóknarfrestur12. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlíðasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar