

Launasérfræðingur
Launasérfræðingur
Við leitum að öflugum og lausnamiðuðum sérfræðingi sem hefur brennandi áhuga á launamálum og umbótum á vinnuferlum. Starfið felur í sér ábyrgð á launavinnslu og tímaskráningu ásamt ráðgjöf, greiningum og framsetningu gagna sem styðja við ákvarðanatöku stjórnenda. Starfið er hluti af fjármáladeild en krefst mikillar samvinnu við mannauðsdeild og stjórnendur þvert á starfsemina.
Unnið er með H3 launa- og mannauðskerfi og tímaskráningarkerfið Vinnustund.
- Launavinnsla.
- Umsjón með tímaskráningarkerfi í samstarfi við stjórnendur.
- Ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsfólks.
- Greiningar og framsetning launatengdra gagna.
- Þróun og umbætur á launatengdum ferlum og samræming vinnubragða.
- Undirbúningur og þátttaka í verkefnum tengdum jafnlaunavottun.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla af launavinnslu og túlkun kjarasamninga.
- Góð samskiptahæfni, þjónustulund og sveigjanleiki í samstarfi.
- Nákvæmni, skipulögð vinnubrögð og hæfni til að greina og vinna með töluleg gögn.
- Frumkvæði, sjálfstæði og virk umbótahugsun.
- Góð almenn tölvukunnátta og færni í excel.
- Þekking á H3 launakerfi og Vinnustund er kostur.
- Góð íslenskukunnátta.
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað rafrænt á ráðningarvef RÚV með því að smella á hnappinn hér til hliðar.
Umsóknarfrestur er til og með 12. okt. 2025.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Þór Hermannsson, fjármálastjóri ([email protected]).
Stefna RÚV er að þar starfi fjölbreyttur starfshópur. Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð aldri, kyni, uppruna eða fötlun.












